mánudagur, desember 17, 2001

Zzzz...prófalærómurinn er þreytandi, aðalega vegna þess að ég nenni ekki að læra. Hefur samt gegnið ágætlega þrátt fyrir það að ég læri ekki neitt, en á tvö próf eftir og annað þeirra formleg mál og reiknanleiki varð fyrir valinu falláfangi ársins hjá mér :( síðan kemur stærðfræðimynstrið hafði hugsað mér að mastera hann :)
Annars verður gott að komast heim um jólin, og síðan verður gott að koma til bara og byrja á nýrri önn eftir áramót, á morgun kemur nýr dagur eins og VISA reyndi að auglýsa nýja debet kortið sitt með...

fimmtudagur, desember 06, 2001

Memo to me, ekki opna html skjöl í Word. Get alveg eins hent skölunum beint í ruslið. Prófalærdómurinn að komast í gang, svona eins mikið og hann fer í gang. Fann leið til að slá inn í slensku stafinu, nota bara omniweb browserinn.
Memo to me, ekki opna html skjöl í Word. Get alveg eins hent skölunum beint í ruslið. Prófalærdómurinn að komast í gang, svona eins mikið og hann fer í gang. Fann leið til að slá inn í slensku stafinu, nota bara omniweb browserinn.

miðvikudagur, nóvember 28, 2001

Fæ ekki alla íslensku stafina inn en hverjum er ekki sama.
Veikindadagur. Dæmigert ad verda veikur, thad er aldrei réttur tími til ad vera veikur...

fimmtudagur, nóvember 22, 2001

Kominn a makkann, vantar bara islensku stafina, thetta er yndislegt leikfang :)
Mac mac mac, hljómar ekki ósvipað og flap flap flap. Það er ekkert nema æði að vera kominn með makka. Ætli þetta verði ekki seinasta innsetning sem ég geri á gömlu 350Mhz PC heimilisvélina mína. Nú er komin ný hjásvæfa Ti2, og ég fíla hana geðveikt. Prufaði einnig að setja inn XP á pésann áður en maður losar sig við hann, og þeir mega eiga það að hægt er að setja mac útlit á stýrikerfið núna þannig að loksins lítur Windows almennilega út. Held að ég verði að taka upp eldri manna siði og fussa og sveija yfir því sem mér líkar ekki...þ.e. alltaf þegar ég sé Windows. Hef ekkert á móti þeim, fann mér bara betra viðhald. :)

þriðjudagur, nóvember 20, 2001

Réttdræpir eru þeir sem skrifa tölvuvírusa. Einhvernveginn tókst mér að sýkja vélina heima og hún hafði aðgang að heimsvæðinu, þannig að þetta eru búinir að vera skemmtilegir tveir dagar í baráttunni um gögnin. En mér tókst að endurheimta mest allt, tapaði þó nokkrum flottum myndum af Pamelu sem ég þarf að finna aftur.

mánudagur, nóvember 12, 2001

Loksins hafi ég kvenmann til aðstoðar við fatainnkaup. Helga hjálpaði mér að finna eitthvað sem ég get farið í. Það er mér ómugulegt að kaupa flíkur án þess að njóta aðstoðar frá hinu kyninu. Þetta er bara fötlun hjá mér...eða áhugaleysi :)

sunnudagur, nóvember 11, 2001

Náði merkilega góðu fíling á lífinu í kvöld. Veit ekki hvort ég á að vorkenna eða dást að þeim sem nenna að halda sig inn í tískunni, en ég er allavegana ekki að gera það þessa dagana frekar en aðra.

þriðjudagur, nóvember 06, 2001

Algjör snilld þetta internet og tækniöld. Á sunnudaginn sat ég heima við rigerðasmíðar þegar að ég komst að því að Smu smu, Rassgat og Fuji voru í vinnunni. Við Fuji settum upp talsamband í gegnum messenger og síðan spiluðum við allir Risk 2 og allt í gegnum netið. Þetta var eins og að sitja í vinnunni og leika mér við þá, algjör snilld á sunnudagskvöldi, eða reyndar fór þetta langt fram á nóttina, en það var bara gaman.

sunnudagur, nóvember 04, 2001

Ég, Mosni, Rassgat, Smu smu, og Engilinn fengum okkur pizzu á Eldsmiðjunni. Síðan fengum við Monsi okkur bjóra hjá honum og kíktum í bæinn. Var kominn í geðveikan fíling til að vera í bænum, en það endaði allt í einhverju fluff fluff fluffi hjá öllum þannig að ég fór heim um 3.

laugardagur, nóvember 03, 2001

Auðunn bjargaði mér frá því að fara að læra á föstudagskvöldi. Hann tók mig með í "singles" partý. Það heppnaðist ótrúlega vel miðað við það að fáir þekktst. Ég þekkti aðeins Auðunn þegar ég mætti. Ég kunni reydnar ekki við að taka myndir þarna þar sem ég þekkti fólkið ekki. En stelpurnar sem skipulögðu þetta eiga hrós skilið fyrir skemmtilegt framtak. (Skemmtileg tilviljun að það einmitt sama pæling í sjónvarpsþættinum "Sex in the city" um daginn, enda sögðust þær hafa fengið hugmyndina þar), fínt kvöld :)

fimmtudagur, nóvember 01, 2001

Sól hélt upp á 3 ára afmælið sitt um daginn, og hérna má sjá myndir úr veislunni. Er að vinna að rigerð um gervigreind fyrir skólann þessa dagana og mér finnst það alveg stórmerkilegt þegar að lítið barn getur borið kennsl á mann, heilsað manni og tengt fyrri kynni við mann. Ég er mjög hrifinn af gervigreindarpælingum, þótt að ég hafi nú ekki mikla trú á því að maðurinn sjálfur muni skapa hana, þar sem ég held að maðurinn sé ekki í raun meðvitaður þar sem hann skilur ekki enn sjálfið í sér. Hvað sem það nú er. En merkilegt fyrirbrygði maðurinn!

sunnudagur, október 28, 2001

Kóngulærnar hittust aftur í kvöld, ég, Bjözzi og Siggi. Hittumst alltaf reglulega til að sigra heiminn... Kanksi fullmikið að fara að eyða kvöldum í tónlistarlæfingar, en það er bara gaman að hafa of mikið að gera, þótt það komi niður á skólanum.

laugardagur, október 27, 2001

Þegar ég ætlaði að gæða mér á fríum bjórveitingum rann það upp fyrir mér, ég var á bíl...í vísindaferð. Fékk mér því kók. Eftir tvo sopa af sykurógeði gafst ég upp og fékk mér einn bjór. Kók á bara að drekka með mat.

föstudagur, október 26, 2001

Aldrei, alddrei, aldrei aftur skal ég láta chilli skyndibitamat ofan í mig. Í þessi þrjú skipti sem ég hef reynt það hef innsetning verið góð en útkoman nokkrum tímum síðar hefur ekkert verið neitt til að hrópa húrra yfir. Verst er hvað mér finnst þeir góðir...en þeir eru ekki þess virði.
Björk handleggsbrotnaði og mátti litlu mun að lítið hefði orðið úr Pragarferð Gauta og Svövu, en það hafðist fyrir tilstylli Dags sem kom í bæinn. Helga hafði orð á því við Gauta að hann ætti að fara að passa upp á Björk, henni fyndist bjór góður og fílaði að vera dópuð af morfíni og þetta frá 11 gamalli stelpunni. Öllum heilsast vel og þær systur fóru í Varmaland í dag með Degi.

miðvikudagur, október 24, 2001

Skammdegisþunglindið er skollið á. Farinn að finna meira fyrir þreytu eins og vanalegt er á þessum tíma ársins...verst að koffeintöflur skuli vera lyfseðilsskyldar. Þá er bara að reyna að taka á íþróttunum, þótt að það verði aðeins til meiri þreytu á þessum árstíma...góða nótt, farinn að sofa kl 11, það hefur ekki gerst í marga mánuði.

þriðjudagur, október 23, 2001

Apple heldur áfram að sparka í rass...nú eru þeir komnir með jólagjöfina í ár...iPod á eftir að gera góða hluti. 5GB harður mp3 diskur sem hægt að nota fyrir gögn líka...ég er svo ánægður að vera að skipta um trú yfir í makkann. :)

mánudagur, október 22, 2001

Lét 5 tíma svefn duga eftir gott laugardagskvöld. Þreif vinnuna, íbúðina, mig ( skeggið fór ) og fór svo að elda. Rakel kíkti í kvöldmat og við spjölluðum fram eftir kvöldi. Alltaf gaman að spjalla. Nú er bara að fara að læra, það varð eitthvað lítið út því yfir helgina eins og vanalega. En nóvember kemur voandi sterkur inn sem lærdómsmánuðurinn...sjáum til hvernig það fer.

sunnudagur, október 21, 2001

Hlaut að koma að því að ég nennti að djamma lengur en til 3. Það verður nú að þakka Bjözza og ónefndri stúlku fyrir það, aðalega Bjözza samt. Þetta var fínt kvöld, ég er samt ekkert hrifinn af því að koma heim kl. 7 að morgni, ég sé ekki fyrir að ég vakni fyrr en um 3 á morgun og það er ekki góð nýting á degi. En ég er farinn að sofa einn að vanda...

laugardagur, október 20, 2001

Smaladrengirnir héldu útgáfutónleika á Strákapör á Kaffi Reykjavík í kvöld. Loksins sá ég þá á sviði, og þeir eru rosalega skemmtilegir, kúdós til Huga og félaga. Nú fer skeggið að fara...

föstudagur, október 19, 2001

Er mikið á þeim nótunum þessa dagana að vakna við tónlist úr hljómflutningsgræjunum mínum kl 8 á morganna, fara á fætur um 9 og út úr húsi eftir hádegi. Þess vegna eru föstudagar erfiðir því þá er eini tími vikunnar í hugbúnaðarverkefni 1 kl 8. Að vakna kl 7 er eitthvað sem mér mun seint falla vel að geði. En hvað um það, menn breyta um trú reglulega, og mín trú fer að breytast frá PC yfir í Mac eftir 3 vikur...vonandi verð ég búinn að raka mig fyrir þann tíma.

fimmtudagur, október 18, 2001

Merkilegt hvað mikill tími fer í námið. Sit núna tvo heimspekiáfanga og það er mjög sérstakt, gefur mér aðra sýn heldur en hina þurru raunvísindaheimssýn. En ég kann stundum ekkert allt of vel við heimspekina...stundum er þetta bara bull...a.m.k. í mínum eyrum. Skeggsöfnunin gegnur annars bara vel. Hef alltaf ætlað að eiga mynd af mínum fullskeggjuðum prófalærdómi, en ætla bara að svinda og taka mynd núna og sagst hafa verið í prófum. Merkilgt að skeggvöxtur minn hafi verið í næstum 10 ár og ég hafi aldrei prufað að safna. Enda finnst mér skegg ekkert smart....en þetta er eitthvað sem maður verður að prófa.

miðvikudagur, október 17, 2001

Loksins, loksins lét ég verða af því að setja upp blogg síðu. Þ.e. síðu þar sem ég skrifa reglulega inn hinar ýmsu pælingar á því sem efst er í huga hverju sinni. Ég held að þetta gæti nýst mér vel til að rifja upp ýmislegt þegar árin fara að sækja á. Síðan er alltaf góð spurning hvort öll þessi stafrænu gögn lifi tímans tönn, það þarf ekki mikið til að upplýsingasamfélagið glati öllum upplýsingunum.