sunnudagur, júní 30, 2002

Vaktin í gær varð ekki eins erfið og ég bjóst við. Reyndar bara mjög góð. Sibba og Símon kíktu í heimsókn og Bína kom þegar Símon fór. Þær fóru svo saman á djammið, en voru að hittast í fyrsta skiptið. Þær höfðu víst nóg að tala um, og ég var víst umræðuefnið var mér sagt, held þó að það hafa bara verið til að gleðja mig :) en gaman að því samt að þeim komi vel saman.
Fékk Bjözza til að leysa mig aðeins af í 2 tíma á eftir á meðan ég skutla Gauta og co. til Keflavíkur, annað árið í röð, en þau eru á leið til Austurríkis með pabba að hitta Jóhann og co.
Á enn nóg af mat sem Bína kom með handa mér í gær, varð ólýsanlega glaður þegar hún kom með hann, en hef ekki enn klárað neitt, bara byrjaður á skúffukökunni, á allt annað eftir + pizzaafgangar síðan við vöknuðum kl 4.

laugardagur, júní 29, 2002

Svefn er ekki í 1. sæti þessa dagana. Seinasti innitíminn í bandý þar til í ágúst, þannig að nú er bara að prófa að spila úti á grasi. Ég, Símon og Ásta kíktum aðeins í Nauthólsvíkina e. bandý og fengum okkur fl. bjóra. Nú er það bara 12 tíma vakt, er þreyttur nú þegar þannig að þetta verður skondið þegar vaktin er á enda :)

fimmtudagur, júní 27, 2002

Fór í bústað um helgina eftir 12 tíma vakt á sunnudaginn. Tókst einhvernveginn að komast á réttan stað þrátt fyrir að leiðbeiningarnar sem ég fékk voru aðeins fyrir seinni hluta leiðarinnar...en þetta er nú ekki stórt land :)
Rólegheit fram eftir, bjór og spilað. Síðan var það potturinn þar sem farið var í flöskustút. Það voru allir látandi eins og fífl, leikandi rollur, fugla og fleira. Mjög ánægjulegt þrátt fyrir hvað minn var þreyttur. Daginn eftir var svo bara slappað af og pizza um kvöldið, svo spilað og drukkinn bjór. Einhver ólýsanleg löngun dró mig út um nóttina að fá mér kók og viðra svefnpokann minn :)
Nú er fyrsta næturvaktin af 7 í röð að verða búin. Kann bara vel við þetta starf, hef tíma til að horfa á TV, skoða internetið, leika mér í tölvuleikjum og það er nú ekki slæmt, hef ekki haft tíma til þess undanfarið.

mánudagur, júní 10, 2002

Jæja, löngu kominn heim og best að koma yfirliti af ferðasögunni niður áður en það gleymist.

USA


Útför 15.maí 2002


Réttilega get ég nefnt þennan dag útfaradag þar sem heilsan var ekki á við hest. Vaknaði við þolanleg veikindi í hálsi og byrjaði strax björgunaraðgerðir. Eftir misheppnaða ferð á Læknavaktina voru vítamín versluð í næsta Apóteki og mataræði fyrrihluta dagsins samanstóð af vítamínum, verkjatöflum og ávaxtasafa. Uppdópaður af appelsínusafa og í besta skapi var haldið til Keflavíkur. Í flugstöðinni keyptum við Íslenskt Brennivín handa verðandi gestgjöfum okkar í skólum og fyrirtækjum í Bandaríkjunum. Ákveðið var að harðfiskurinn væri of stækur til gjafa ef aðrir en Íslendingar þyrftu að komast í tæri við hann. Þessi innkaup urðu nú tilgangslaus þegar upp var staðið þar sem oftast tókst okkur alltaf að gleyma bakkusi á hótelherberginu.
Flugið út varð öllum frekar auðvellt, enda allir spenntir yfir því að komast til fyrirheitna landsins.
Þegar lent var í Minneapolis var stímað beint inn á hinn eina sanna Ameríksa skyndibita eins og ég hafði lofað sjálfum mér að það yrði mitt fyrsta verk í Bandaríkjunum að fá mér sveittann McDonalds borgara. Mikil undurn kom á andlit mitt þó þegar ég komst að því að ég gat ekki borgað með nýja fína gullkortinu mínu fyrir makkann minn..."cash only". Það eru víst ekki öll löng eins framarlega með kortanotkun og Íslendingar. Að mat loknum var farið á fyrsta bandaríska klósettið. Það hefði verið mun skemmtilegri lífsreynsla ef ég hefði ekki þegar komist í tæri við amerísk klósett á Keflavíkurflugvelli, en þrátt fyrir það var mikið fagnað með ýmsum hljóðum við fyrstu losun í landinu eina við litla hrifningu annara á salerninu.
Nokkrum tímum síðar vorum við komin um borð í San Francisco vélina. Ekki byrjaði flugferðin vel þegar óttasvipur kom á áhöfnina þegar öll ljós slökknuðu og vélin stóð hreyfingarlaus og hljóðlaus. Flugmaðurinn kom þó áhöfn og farðþegum í trú um það að ekkert væri að óttast, það hefði bara slegið út en þetta kæmi líklega aftur inn rétt bráðar. Ekki var öllum skemmt og áhyggjunar mögnuðust þegar fólk hugsaði sér að þetta gæti gerst í flugi, en flugmaðurinn enn og aftur sagði að þetta hefði aðeins verið rafmagnið en ekki vélaraflið. Allt fór í gang á endanum og ferðinni hélt áfram. Í gegnum nóttina var flogið með vél fulla af sjúklingum. Annar hver maður um borð var hóstandi og hnerrandi, ekki bætti það ofaná heilsuástandið hjá mér að hafa farðþegana beggja megin við mig hnerrandi og hóstandi hvor í kappi við annan.
Þegar komið var til San Francisco var náð í bílaleigubílana og 12 manna hópurinn hélt inn í miðborgina beint á Hotel Renoir. Þegar þangað var komið lá leiðin beint í bólið.

Árrisulir göngugarpar 16.maí 2002


Stjörnustríðsdrottningin Ása reif alla á lappir 6 um morguninn. Nú mátti engan tíma missa, ýmsa staði þurfti að skoða og búðirnar þurfti líka að rannsaka áður en innkaupin hefðust.
Við komumst fljótt að því að við vorum á morkum "Bumville" þannig að hverfið hjá okkur var allt morandi í rónum og ýmsum lýð sem vantaði annað hvort peninga til að kaupa dóp eða verðandi klámstjörnur sem höfðu ekki efni á typpastækkun. Gengið var um allan miðbæinn. Coit turninn skoðaður, Kínahverfið, Bryggja 39 ásamt sæljónunum og allt í steikjandi sólinni sem réðst á saklausu Íslendingana sem fæstir spáðu mikið í því fyrsta daginn. "Cable car" stytti okkur leiðina heim frá Bryggju 39 og vel sóluð komum við heim 11 tímum frá upprisu eða um 5 leitið. Heilsuástand mitt var enn keyrt áfram á verkjalyfjum og hálstöflum. Um kvöldið átti svo að fara út að borða. Líkaminn minn ákvað að taka sér smá blund yfir sjónvarpinu kl 6 og var ekkert á því að vakna einhverju síðar þegar aðrir fóru í mat, ætlaði bara að rölta niður og ná í hamborgara á horninu yfir sjónvapinu. Ekki tókst það og rannkaði hann aðeins við sér þegar hinir komu aftur út mat fyrir miðnætti. Síðan var haldið áfram inn í draumaheiminn.

Íslendingar á uppleið 17.maí 2002


Morgunmaturinn var að hætti landsins, 6 dollara borgari á Carl's Jr., sem reyndar kostði ekki nema 4 dollara. Kraftmikill morgunmatur, ef kraturinnn væri mældur í fituinnihaldi. Nú voru ökutækin tekin fram að fyrst farið í GreenBorder til Úlfars nokkurs og forvitnast um hvað þeir væru að aðhafast. Ekki var nú mikið gefið upp hvað væri verið að gera, hugmyndin kynnt og síðan fengum við fyrirlestur um hvað þarf mikið til að "meika" það í dalnum. Þegar við vorum orðin fullfær í að koma okkar hugmyndum á framfæri, eða búin að gefa upp vonuna á því að koma þeim nokkurntíman að í þessum áhættufjárfestingaheim, var haldið á Shushi stað rétt hjá. Kom mér mikið að óvart hve einfallt er að borða með prjónum, en ég hafði nú ekki séð neina ástðu til þess áður á æfinni. Ekki fór ég þó í hráa fiskinn og lét hann eftir öðrum.
Næst kíktum við á Snorra Sturluson í LightSpeed Games. Þar fengið við að leika okkur í ofbeldisbílaleik sem þeir voru að gera. Ágætis skemmtun en skemmtilegast var að koma þangað í blíðviðri og stíga inn í dimmt og svallt fyrirtækið.
Um kvöldið var Ása orðinn slöpp og varð sér útum undartöflur sem áttu að losa líkamann við veikindin á einni nóttu og fékk ég einn skammt hjá henni. Ekki veit ég hvort þær gerðu eitthvað eða hvort veikindin voru bara á undanhaldi hjá mér, en heilsan fór batandi héðan í frá.

Áhugasamir vínsmakkendur 18.maí 2002


Úlfar var sóttur og síðan var haldið í stórmarkað og keypt inn fyrir lautarferð. Ekki var nú nein laut fundin heldur haldið inn í einn af útivistargörðum SF. Fundum Shakespear garð og slógum upp veisluborð í leyfisleysi. Þegar matur og bjór er framreiddur þá gerist alltaf það sama. Íslendingar fara að flykkjast að, eins og þeir renni á bjórlyktina. Slappað var af yfir matum í nokkra tíma ásamt svöngum íkornum og steikjandi sólinni. Íslendingarnir kvöddust einn af öðrum og við héldum í leit að rauðvíni. Farið var Robert Mondavi víngarðinn. Þar fengum við að bíða vel og lengi eftir að komast í skoðunarferð um víngerðina. Ekki var laust við að sumir væri orðinir léttkenndir þegar komið var aftur í bílana.
Í bakarleiðinni var Golen Gate skoðuð í brjáluðum vind og ekki átti að stoppa lengi en tafðist stoppið þegar Elli varð sjónvarpsstjarna í Battle Bots þegar hann var látinn hlaupa með framlengingarsnúru með Golen Gate í bakgrunni. Ekki slæm byrjun á ferlinum.
Um kvöldið var svo farið í Mission hverfið og borðað á Brunos. Fínn matur og einhverjir héldu áfram á barnum fram eftir nóttu.

Letidagur 19.maí 2002


Sólin hafði tekið sér frí í dag og það gerðu fleiri. TV var látið ráða ferðinni og svefninn hafður í hávegum. SF kringlan var skoðuð og bjór fluttur uppá hótelherbergi. Um kvöldið var svo farið út að borða í heljarinnar rigningu og gafst minn upp hálfa leið og hélt áfram tilbiðslu á bjór og TV.

Háskólaskoðun 20.maí 2002


Haldið var suður eftir í fróðlega skoðun í Symbol. Þar þótti mér ákaflega skemmtilegt að sitja á fyrirlestum þeirra með lófatölfu frá þeim að skrifa kveðjum heim til Íslands á netinu. Síaðn var haldið til Standford háskóla í ferð um skólann með íslenskum nemendum.
Í vélmennadeildinni fengum við að leika okkur að þrívíddarsnertiheim þar sem hópurinn hafði mikið gaman að því að fá að snerta tannkremstúpu, bílflautu og frímerkjasvamp í tölvu með tilgerðum snertifleti sem hreyfa mátti um þessa hluti og þreyfa þannig á þeim. Kvöldmatur var svo snæddur á brugg- og veitingahúsi í Palo Alto.

Afmælisveisla Hljámtýrs 21.maí 2002


Hóðurinn fór og skoðaði sig um í Brekeley undir leiðsögn kunningja Hjálmtýrs. Síðan var haldið upp í hæðahverfið fyrir ofan Berkeley þar sem íbúar virtust hafa fjár milli handanna til að búa á svona stað. Um kvöldið var svo snætt á veitingastaðnum Mona Lisa í SF þar sem Hjálmtýr fékk afmælissöng og gjöf, þótt hann ætti ekki afmæli var vera að þakka honum fyrir að koma með okkur þar sem hann var á leið heim ásamt Mæju daginn eftir. Síðan var farið í Castor hverfið og víti til varnaðar þá er það hommahverfið í SF. Það átti að vera samkynhneigðrahverfið en það voru aðeins karlmenn þar þannig að þetta hlýtur að vera orðið hommahverfi.

Alein í Ameríku 22.maí 2002


Hjálmtýr var kvaddur á flugvellinum en Mæja fór fyrr um nóttina heim. Nú vorum við alein í Ameríku og enginn ökumaður til að leiða bílana. Uppfrá þessu varð merkilegt hvað okkur tókst oft að fara vitlausar leiðir að þeim stöðum við fórum á. En Frys var fundin og dágóðum tíma eytt í verslunarleiðangur. Síðan var haldið til HP og við fengum smá sýn af framtíðanhugmyndum þeirra. Til að nýta góðviðrið var fundinn smá grasreitur og legið þar í nokkra tíma. Síðan haldið heim og þjóðarréttur heimamanna smakkaður aftur, bara til að vera viss um að makkinn hefði ekkert breyst þessa daga sem við höfðum verið þarna.

Verlunardagurinn mikli 23.maí 2002


Mest lítið annað gert heldur en að þræða búðirna og verslað. Ef ég væri stelpa myndi ég hafa mjög gaman að lýsa öllum ferðum mínum, innkaupum og ákvörðunum, en ég er ekki stelpa og þess vegna geri ég það ekki!

Ströndin í SF 24.maí 2002


Við ætluðum okkur að fara til Alcatraz, en komum svo seint niður á Pier 39 að ekkert var laust. Ég, Elli og Gummi urðum eftir á og fórum í sólbað og ströndina á meðan aðrir fóru í dýragarðinn. Við vorum sammála um að fara frekar þangað þegar við værum orðnir gamlir með börn. Ströndin var fín og Frisbee var kastað á milli tímum saman. Um kvöldið ákváðum við af góðri frásögn Pabba og Mömmu [Andra og Ásu] að fara á Cafe do Brazil sem staðsettur var við hótelið. Sá veitingastaður fékk óformlega verðlaunin "Versti veitingastaður Bandaríkjanna", en við uppgötvuðum síðar að meðmælendurnir höfðu fengið sér eitthvern kanínumat en ekki kjöt.

Strandlengjan í þokunni 25.maí 2002


Haldið var af stað til LA snemma um morguninn eftir strandlengjunni. Ábyggilega mjög fínt að keyra þar, en við vorum í þoku allan tímann og það eina sem við sáum var skilti sem sagði að sekt við því að dreifa rusli væir 100.000,- kall, ekki slæmt það. 6 tíma ferð en mér tókst að minnka hana niður í svona 2 tíma með svefni. Gistum á Vagabond Inn á Figuero stræti, sem kallast mætti Skyndibitagata, 300m af öllum skyndibitastöðum bandaríkjanna og flestir opnir allan sólarhringinn, þar mátti meira að segja finna Fatburger. Um kvöldið var skroppið í Universial og farið á Star Wars II í digital bíó. Tókst að fá popp með fullt af smjöri :)

LA strönd & sól 26.maí 2002


Flestir ákváðu að fara til San Diego í SeaWorld en ég, Elli, Orri, Ari og Ester urðum eftir. Allir nema Orri fórum á Baywatch ströndina og tókum okkur gott sólbað þar. Síðan var farið heim á sundlaugarbakkan með bjór. Skyndibitastræti stóð undir sínu því þar fann ég loksins Taco Bell sem ekki sveik mína bragðlauka.

Stjörnugata Rassgata 27.maí 2002


Memorial Day kom okkur að óvörum og í tilefni dagsins fórum við og stigum á nokkrar stjörnur, ekkert var nú stríðið þennan daginn. Keyrðum Hollywood og Sunset Blv. og skroppið inn í verslunarkjarna þar sem "The Hives" voru að spila, ekki amarlegt að hitta færndur okkar svía í USA.
Síðan eftir heilmikið rölt var farið aftur á sundlaugarbakkann og merkileg uppgötvun gerð að Dominos USA er rosalega góð.

Barnagaðurinn 28.maí 2002


Universial Studios garðurinn var heimsóknarefni dagsins. Þar var ýmislegt sem var áhægis skemmtun: Back to the Future bíó, WaterWorld sýning, þrívíddar Terminator bíó og Jurrasic Park bátsferð. Einnig mátti finna ýmislegt sem ekkert var annað en tímasóun, ágætis garður en hefði haft meira gaman af honum ef ég hefði veirð 10 árum yngri. Vantaði alveg klessubíla og rússibana, en...
Seinsta máltíðin varð að vera Dominos þar sem þeir voru bara og góðir til að sleppa þeim.

Draumalandið yfirgefið 29.maí 2002


Eftir smá flækjur á LA þjóðvegum komumst við á leiðarenda á flugvöllinn og sögðum skilið við USA og ferðalangana fjóra sem eftir urðu viku til viðbótar. Ferðin heim varð viðburðarlítil en loks komumst við aftur heim kl 6 að morgni og gott var að komast aftur í íslenska sturtu og fá íslenska mjólk á morgunmatinn, sólbrunninn og sæll.