fimmtudagur, júní 27, 2002

Fór í bústað um helgina eftir 12 tíma vakt á sunnudaginn. Tókst einhvernveginn að komast á réttan stað þrátt fyrir að leiðbeiningarnar sem ég fékk voru aðeins fyrir seinni hluta leiðarinnar...en þetta er nú ekki stórt land :)
Rólegheit fram eftir, bjór og spilað. Síðan var það potturinn þar sem farið var í flöskustút. Það voru allir látandi eins og fífl, leikandi rollur, fugla og fleira. Mjög ánægjulegt þrátt fyrir hvað minn var þreyttur. Daginn eftir var svo bara slappað af og pizza um kvöldið, svo spilað og drukkinn bjór. Einhver ólýsanleg löngun dró mig út um nóttina að fá mér kók og viðra svefnpokann minn :)
Nú er fyrsta næturvaktin af 7 í röð að verða búin. Kann bara vel við þetta starf, hef tíma til að horfa á TV, skoða internetið, leika mér í tölvuleikjum og það er nú ekki slæmt, hef ekki haft tíma til þess undanfarið.

Engin ummæli: