mánudagur, ágúst 19, 2002

Þurfti að mæta til vinnu daginn eftir, og það var löng vakt þar sem ég vildi vera kominn í frí. Á föstudaginn fékk ég svo loksins frí, fór í bandý og síðan pössuðum ég og Bína Svölu. Vorum að spá hvernig við myndum hafa þetta hjá okkur í vetur, þar sem ég er enn að klára skólann í Reykjavík og hún er farin að kenna í Hafnarfirði. Það ræðst bara þegar það að kemur...síðan á að reyna að draga úr skyndibita innkaupum hjá okkur, þau eru svona u.þ.b. gerð einu sinni á dag, sem er aðeins og mikið.

Laugardaginn var mjög fínn, drukkið nóg og étið vel. Fullt af fólki í bænum. Grilluðum hjá Önnu og fórum svo í afmæli til Hlínar og svo í bæinn að horfa á flugeldar. Dróg Bínu svo með mér á Celtic Cross, henni leist nú ekkert á staðinn, né vinkonum hennar, og þar spjallaði ég heilmikið við Símon og Bína við Ástu. Síðan fórum ákváðum við að koma okkum heim, ætli klukkan hafi ekki verið um 2 hef ekki minnstu hugmynd um það, var bara orðinn þreyttur. Þegar við sáum röðina í leigubílana hringdum við heim og vorum sótt, það var næs. Smávægileg þynnka morguninn eftir, en hún hvarf með hádeginu. Enduðum svo daginn í bíó á Minorty Reprot, góð útfærsla af myndum sem maður hefur séð áður.

Engin ummæli: