mánudagur, desember 23, 2002

Möndlugrauturinn

Ris ala mande er hluti af jólunum hjá mér. Síðustu ár hef ég alltaf skellt í graut fyrir um 20 manns á Þorláksmessu. Þá koma jafnvel ættingjar og fá graut og sækja pakkana sína. Það hefur hentað vel síðustu ár með lítil börn og síðan eru oft veikindi á þessum tíma og fínt að þurfa ekki að vera í útkeyrslu.
En á hverju ári þarf ég alltaf að leita að uppskriftinni. Ég finn hana nú alltaf í póstinum hjá mér og á uppskriftavef Huga en það er jafnvel fínt að hafa þetta hérna.

Fyrir c.a. 10:
  • 210 gr. grautargrjón( eða hrísgrjón)
  • 1,25 dl. vatn
  • 3,2 l. mjólk
  • 2.5 matskeið sykur
  • 7.5 tsk. vanillusykur
  • 125 gr. hakkaðar möndlur
  • 5 dl. þeyttur rjómi

Aðferð
  1. Setjið grjónin í pott og bleytið í þeim með vatninu
  2. Sjóðið og bætið mjólk útí eftir þörfum
  3. Kælið grautinn
  4. Blandið hökkuðu möndlunum, sykri, vanillusykri og þeytta rjómanum út í (smakkist til)

Engin ummæli: