fimmtudagur, janúar 23, 2003

Jæja, þá er maður byrjaður að vinna aftur. Er bara að klára 2 áfanga í skólanum þannig að það er tilgangslaust að hanga of mikið yfir því, en verst að missa af bandýtímunum. En alla vegana sér maður framá að geta borgað útborgunina á íbúðinni á árinu fyrst maður er kominn með innkomu. Förum á mánudaginn að skrifa undir kaupsamninginn, alltaf gaman að skella sér og borga nokkrar millu...hvað er það milli vina :)
Annars er bara rólegt hjá manni, vaknar klukkan 7, mættur í vinnu kl. 8 og kominn heimm 4-5, þá tekur við slökun...og matur...og tv...
Pössuðum reyndar hnoðmaurinn í gær þ.s. Lilja átti afmæli og þau fóru í bíó. Það var/er svo leiðinlegt veður, kalt og snjófok, að maður vill helst bara vera heima sofandi...eða a.m.k. undir sæng. Þess vegna nennti ég ekki að mæta í tíma áðan, ákvað bara að vera hérna í vinnunni, það er miklu þægilegra heldur en að vera á ferðinni.
Jæja, bla bla bla nóg um það...

Engin ummæli: