mánudagur, maí 05, 2003

Á laugaragsmorguninn fór ég uppí íþróttahús með íþróttadótið í þeirri von að vera fljótur með prófið og geta mætt í seinni tímann. Þegar í prófið var komið tók á móti mér, og öðrum, heljarinnar próf, ég myndi giska á að overheadið sem fór í að fletta hafi tekið nokkrar mínútur svo margar blaðsíður, og spurningar, voru þetta. Í stórbaráttu við klukkuna tókst mér að rumpa þessu af á 75 mínútum og skella mér í bandý að þessu loknu, held að þetta hafi verið allt í lagi þótt ég gaf þessu lítinn tíma.

Nú, full seint, er verið að byrja IID prófalesturinn, svona í rólegheitum, í dag verður meira reynt að skipuleggja næstu daga og síðan byrjar þetta betur á morgun, og helgin verður að öllum líkindum með eindæmum leiðinleg þar sem ég verð að læra undir þetta blessaða próf...sumum hlutum hefur maður bara ekki áhuga á, og meira að segja ég get ekki platað sjálfan mig til að sýna þessu minnsta áhuga annan en þann að þetta próf er það eins sem stendur í vegi fyrir útskrift minni eins og er...en vonum það besta.

Engin ummæli: