föstudagur, október 24, 2003

Sjónvarpsgláp

Það var nú bara tekið vel á sjónvarpinu í gær. Fór að verslaði inn ramma og gólfmottu fyrir stofuna í gær, sem og breiðbandslykil. Þetta var allt sett upp í gær og á meðan Bína skrapp að hitta stelpurnar varði ég mestum tíma fyrir framan sjónvarpið með allar rásirnar á breiðbandinu, en Síminn á líklegast bara eftir að læsa á þær hjá mér, annars er ekki verra að hafa náttúrlífs og fræðslustöðvarnar, það er hægt að gleyma sér endalaust yfir þeim. Hafði mjög gaman að nördaþætti um róbóta sem spila fótbolta og verkfræðikeppnir sem var á einhverri stöðinni. Ekki gæti ég samt verið með svona margar stöðvar, var góðan hálftíma að renna yfir þetta nokkrum sinnum og komast að því hvað væri áhugaverðar stöðvar og hvað ekki, svona nokkurn vegin :)

Engin ummæli: