föstudagur, október 31, 2003

Veikindavika

Ekki hefur vikan verið góð, einkenndist af krónísku kvefi sem hefur eyðilagt alla vikuna. Vinna hefur verið mjög óregluleg þar sem ég fór ekki vel út úr því að mæta til hennar á miðvikudag. Hulstursvinna fyrir Atómstöðina kláraðist í dag með strikamerki og þá bara eftir að lesa yfir. Heilsan en er að skríða saman. Nú er verið að uppfæra í Panther :) og síðan á að taka Villibráðahlaðborð með Kiwanis á morgun. Það verður gaman að endurtaka þetta frá því í fyrra, en best að vera ekkert að drekka of mikið, þá gæti maður endað á því að kaupa málverk dýrum dómi, en það verður að bíða betri tíma. Vonum bara að veikindin hafi ekki áhrif á bragð þannig að ég njóti þessa til fulls.

Engin ummæli: