miðvikudagur, febrúar 04, 2004

Lygalega góð mynd

Skelltum okkur í bíó í kvöld, fórum á nýju Tim Burton myndina Big Fish, sem má með sanni segja að er lygalega góð mynd, enda ekki við öðru að búast frá Tim. Hlakka ég einnig mikið til að sjá næstu mynd hans sem mig hefur lengi langað að sjá kvikmyndaða og ég held að enginn gæti gert það betur en Tim. Verst að hann hafi ekki gert Hringadrottinssögu, þá hefði hún líklega verið fullkominn, en það er þó spurning hvort að Tim sé ekki aðeins dimmri heldur en sú saga. Reyndar var hún fulllöng, hátt í 3 tímar, og það er svona það hámark sem ég þoli við í bíósal :)

Engin ummæli: