mánudagur, mars 08, 2004

Erfið veikindahelgi

Þetta átti að vera fín helgi með bústaðaferð og öllu tilheyrandi. Það gekk ekki betur en ég varð svo slappur að geta ekki einu sinni keyrt alla leið í bústaðinn og síðan var ég kominn í eitthvað mók sem stendur enn yfir. Ekki hjálpaði svo leiðindaveður til og við ösnuðumst til að leggja ekki af stað úr bústaðnum fyrr en e. kvöldmat. Þannig að í kolniðamirki, roki og rigningu var drattast heim alla leiðina úr Borgarnesinu, en það er ekki alltaf sem manni finnst gott að fara í Hvalfjarðargöngin, en þau voru kærkomin hvíld á leiðindaveðrinu. Morguninn var svo bara rúmfastur og ætla rétt að vona að ég verði heill heilsu á morgun...nóg að gera og hef ekki tíma fyrir þetta, kanski maður sleppi íþróttum fram að næstu helgi til að ná sér almennilega.

Engin ummæli: