mánudagur, maí 31, 2004

Góð hvítasunnuhelgi

Helgin var ákaflega góð og mér fannst hún vera mjög löng og þeim mun betri. Tókst að hlaupa úti á laugardags- og sunnudags morgunn þar sem ég var árrisull, sem var ákaflega gott að hreyfa sig aðeins þar sem laugardagsbandýið er komið í sumarfrí. Jóhann kom í smá heimsókn á föstudagskvöldið, í grill, og færði okkur rauðvín og kom með myndbandsupptökuvélina sem hann keypti handa okkur í USA. Það voru grísalundir á boðstólum og ákaflega gott að vanda. Á laugardeginum kíktum við í nýju íbúðina hjá Bödda&Bekku og spiluðum svo Catan við Bödda um kvöldið. Á sunnudeginum kíktum við í Catan til Hörpu&Guðjóns og hittum það nýja erfingjan hana Matthildi. Í dag var svo enn einn rólyndisdagurinn, enda eru sumir farnir að bíða eftir að einhverjir láti sjá sig og það styttist í að væntanlegur komutími renni upp...en líklegt að við gætum þyrft að bíða eftir að hátíðardagur renni upp?
Þannig að helgin var bara í heildina góð og stórmerkilegt að halda hátíðlegan þann dag sem "Guð" gaf Móses boðorðin 10.

laugardagur, maí 29, 2004

Styttist í EM

Þá fer að líða að EM í fótbolta 2004 í Portúgal. Ég ætla að taka áhættu á að veðja á heimamenn muni mæta Frökkum í úrslitaleik, hvort þeir nái svo að sigra Frakkana er annað mál. Ætla einnig að giska að Spánverjar nái ekki að komast uppúr sínum riðli og að Grikkir komist áfram með heimamönnum. Frakkar munu halda áfram og segi ég að Englendingar komist líka áfram. Búlgarar, Ítalir, Tékkar og Þjóðverjar fara einnig áfram.
Í 8 liða úrslitum ætla ég að segja að Þjóðverjar fari áfram og tapi fyrir heimamönnum og Tékkar tapa 4 liða úrslitum fyrir Frökkum. Nú er bara að sjá hversu nálægt maður kemst raunveruleikanum...en þetta er nú bara spurning um að hafa það gott í júní með fótboltaglápi og Carlsberg....og jafnvel að einhver muni horfa með mér =)

sunnudagur, maí 23, 2004

sexy icelandic rockstar of the week

Hvað finnur maður ekki skemmtilegt á netinu. Var að skoða hvernig leitarvélar væri að finna mig og þá poppaði þessi síða upp, ekki slæmt að vera "sexy icelandic rockstar of the week" =)

laugardagur, maí 22, 2004

1. blóðgjöfin

Loksins komst ég til að gefa blóð. Ástæðan var reyndar sú að blóðbíllinn var staddur fyrir utan Smáralindina í dag. Ég hafi nú einhverjar áhyggjur að verða slappur eftir gjöfina en þetta var minna mál en ég hélt og hef ekki orðið var við neitt, en líklegast er nú þolið ekki í fullri hleðslu með minna blóðmagn. Annars erum við bara að taka lífinu með ró þessa síðustu daga fyrir fjölgun en þá verður líkast til lítill tími til að liggja og slappa af tímunum saman =)

sunnudagur, maí 16, 2004

Stafsetning.is

Athafnamenn á Íslandi eru að taka saman íslenskan yfirlestrarfítus fyrir makkann sem er kærkominn viðbót fyrir jafn íslenskufatlaða menn eins og mig. Það að skrifa bréf á ensku og fá um leið röng orð undirstrikuð hefur reynst mér vel, en verst er bara að það er sjaldan sem enskan en brúkuð. Þetta gæti einnig bætt málfar mitt hér á síðunni minni til muna þar sem ég skrifa, eða pikka, oft hér án þess að lesa yfir og læt hvaða vitleysur standa hér. Enda finnst mér lítið mál að skilja orð þar sem flestir stafirnir eru til staðar, það er fljótgert að raða þeim í viðkomandi orð og stend ég mig stundum að því að snúa þannig réttum orðum uppí eitthvað óskiljanlegt í texta þar sem allt er löglega gert. En frábært framtak og ég vona að þessi hugbúnaður verið brátt að raunveruleika =)

laugardagur, maí 15, 2004

Stórafmæli hjá Bínu

Á sunnudaginn síðasta hélt Bína mín uppá stórafmæli og erum við nú 50 ára saman. Dagurinn byrjaði snemma þar sem von var á gestum fyrir hádegi. Það var svona eftir hádegis brunch og mætti fullt af fólki sem gæddi sér á dýrindis súpu og ostakökum í eftirrétt. Bína fékk fullt af flottum gjöfum og þar á meðal gasgrill frá stelpunum þannig að okkur var boðið í læri um kvöldið hjá okkur með því skilyrði að við elduðum sem var gert í glampandi sólskyni og endaði dagurinn á fínusta grillmat og afslappelsi um kvöldið eftir langan dag.

mánudagur, maí 10, 2004

Böddi gamli

Á föstudagskvöldið fórum við skötuhjúin í afmælisveislu til Bödda og Bekku, en Böddu hélt uppá eitt gott árið í viðbót. Það var grillað lamb og setið að áti og öldrykkju fram eftir kvöldi. Okkur köllunum tókst að torga þónokkrum bjórum og komnir í góðan fíling þegar við Bína héldum heim á leið. Til tals kom að Böddi sæi nú ekki framá að hafa tíma til að spila golf, eitthvað voru aðrir nú að spá hvort hann myndi taka golfspil fram yfir barnabarnið þegar sumarið væri komið í öllu sínu veldi.

þriðjudagur, maí 04, 2004

Dauðans drykkur

Það kemur fyrir að ég fæ mér kakó í vinnunni (eftir að ég fékk þér upplýsingar frá Albert að hægt væri að fá kakó úr kaffivélinni) svona þegar að svalt er úti. Í gær valdi ég, reyndar fyrir slysni, KakóKaffi...hugsaði bara með mér að best væri að prófa þ.s. maður er nú farinn að eldast þá er bara fínt að reyna ath. hvort kaffið er ekki farið að höfða til manns. Bragðið var viðbjóðslegt, í gegnum sætt kakóbragðið ylmuðu viðbrenndu kaffibaunirnar en smökkuðust sem viðbrenndar kaffibaunir. Hálfur bolli og ég gafst upp. Það sem eftir lifði degi var ég að drepast í maganum og með bragðið af viðbrenndu kaffibaununum á tungunni. Kaffi er einn sá viðbjóðslegasti drykkur sem ég veit um og ég vorkenni líkömum fólks sem hefur vanið sig á þennan óþverra.

laugardagur, maí 01, 2004

Heilmikill vinnudagur

Það tók mig góðan tíma að koma nýju vinnuvélinni upp og keyrandi þróunarumhverfið. Fyrst hafði ég gleymt einni semikommu (;) en það var ekki nóg, þá tók við annar eltingaleikur sem strákarnir í vinnunni uppgötvuðu loksins að var ein lítil skrá sem þurfti að vera á rót vélarinnar. Eitthvað sem ég hafði ekki hugmynd um og var bara vitneskja sem menn geyma í skyndiminni, óþarfi að vera að skirfa allt hjá sér. En þegar þessu ævintýri var lokið gat ég loksins farið að vinna, þótt klukkan væri reyndar orðin 4. En það voru 2 góðir vinnutímar sem ég náði. Við Bína fórum síðan og keyptum Toy Story, Toy Story 2 og Monsters Inc. á tilboði í Skífunni. Ég nota það sem afsökun að verið sé að versla þetta fyrir ungviðið =) Síðan tókum við dýrindis pizzuveislu á Eldsmiðjunni og fórum heim að liggja yfir sjónvarpinu.