mánudagur, september 20, 2004

Afslappandi helgi

Helgin var afskaplega góð og afslappandi. Það voru ýmis plön um að passa Svölu og kíkja í mat en allt datt uppfyrir og áttum við fjölskyldan bara góða helgi saman. Við fórum í búðir á laugardeginum og þá fann ég 10m SVHS snúr þannig að ég gat tengt tölvuna við sjónvarpið þótt hún sé inní herbergi. Það er afskaplega gott að hafa smellilista með nægu plássi á bakvið þegar maður ákveður að bæta við nokkrum snúrum þverf yfir nokkur gólf. Reyndar tók það mig góðan klukkutíma þ.s. ég þurfti að leggja snúrurnar undir 3 hurðir og þar eru bara gömlu góðu tréspíturnar til staðar. Þannig að þetta kostaði smá tálg en fór allt undir að lokum og afskaplega gott að geta næstum alveg falið allar snúrur. Nú er enn minna mál að horfa á eitthvað úr tölvunni, bara sett af stað inní herbergi og horft í sjónvarpsholinu =)
Síðan er allt að gerast í sjónvarpinu í kvöld, fótbolti, suvivor, Sopranos og eðli mannsins...það verður að skipuleggja þetta vel =)

Engin ummæli: