miðvikudagur, janúar 26, 2005

Bóndadagurinn og góð helgi

Á bóndadaginn fóru mæðginin uppí bústað án mín. Ég átti nú svoldið efritt að sætta mig við það, en var ekki tilbúinn að fórna bandýtíma á laugardagsmorgninum. Kalladagurinn fór í að hitta Vefsýnarmenn og spila Axis&Allies, sem kláraðist reyndar ekki þar sem það var útséð að þyrfti meiri tíma en eitt kvöld, aðallega vegna þess hve ég var lengi að gera, enda var ég bæði með rússa og kanann þ.s. við vorum bara 4. Það var ákaflega gott að koma heima á bóndadagskvöldi(nóttu) og eiga skúffuköku frá henni Bínu minni og kalda mjólk, það var sárabót því ég fór einn í rúmið. Á laugdardeginum brunaði ég svo í bústaðinn til Lilju&Tóta þar sem afmælisveisla var hjá Lilju. Eftir afmæliskaffið fór Bjartur í pössun hjá Möllu og restin út á vatn sem var frosið. Þar var geyst um á snjósleða, látið draga sig á slöngu aftan í jeppanum og leikið sér að fjarstírðum bensínbíll. Sá fjarstírði fannst mér alveg meiriháttar og Bína skildi ekkert í því hvað ég hafði gaman að keyra honum í endalausa hringi...hef varla hugmynd um það sjálfur, mér fannst það bara svaka stuð =) Svo endaði kvöldið í potti með bjór og varð lítið um svefn þessa helgi sem ég virðist vera að taka út þessa dagana því ekki hef ég verið árrisull það sem af er vikunni.

Engin ummæli: