miðvikudagur, apríl 27, 2005

Sólhatturinn til bjargar?

Jæja, þegar að Bjartur fór að ná sér af lungabólgunni datt ég í hálsblógu með tilheyrandi slími og beinverkjum. Sumardagurinn var sólríkur, en ég hafði það bara skítt inni í veikindunum og var ekki kominn á ról fyrr en á laugardagkvöldið. Það er hálf þreytandi hvað ég er veikur fyrir svona hálsbólguvírusum og tekst alltaf að pikka eitthvað upp, ekki nema mánuður síðan ég var síðast veikur. Nú verður látið reyna á sólhatt og sjáum hvort hann hressi ekki eitthvað uppá ónæmiskerfið. Læt mér duga að taka 2 töflur einu sinni á dag. Stórundarleg pakkning á þessu dópi, þar segir 2 töflur 1-4 sinnum á dag, en "mikil" notkun má ekki vera meira en 2 vikur í senn. Gera þetta líklega eins óljóst og hægt er svo fólk kenni sjálfum sér um ef þetta virkar ekki. Skil ekki tilganginn í því að framleiða þetta í töfluformi sem þarf síðan að taka 2 í hvert skipti, held að þetta sé bara eitthvað svindl eins og að láta fólk setja nógu mikið af tannkremi á tannburstann svo það kaupi nýja túpu fyrr.

Engin ummæli: