laugardagur, nóvember 12, 2005

Líkbrúðurin

Alltaf jafn gott þegar við Bína tökum okkur til og gerum eitthvað saman, þótt það sé ekki merkilegra en að skreppa á Vegamót og fá góðan mat á góðu verði og setjast svo í bíósal. Þar sem alltaf er svo mikið að gera er ákaflega gott að brjóta samverustundirnar upp með því að gera eitthvað út af vananum...og að fara í bíó er ekki eitthvað sem ég geri mjög oft. En þegar Tim Burton kemur með nýja mynd skellir maður sér :) Eins hrifinn og ég er af Nightmare before Christman þá er Corpse Bride ekki jafn spennandi, ekki við fyrstu sýn. Rosalega flott og skemmilegar persónur og brúður, en söguþráðurinn aðeins of rólegur og fyrirsjálanlegur fyrir mig. En engu að síður verður maður aldrei fyrir vonbrygðum á Tim Burton mynd, ekki ég allavegana...frekar að maður býst bara við svo miklu af honum þ.s. hann á nokkrar stórmyndir sem maður heldur uppá. Þannig að kvöldið var ákaflega gott og endaði fyrir framan sjónvarpið það sem svefninn var farinn að síga yfir alla í fjölskyldunni en Bjartur var nú afskaplega stilltur að vanda og löngu sofnaður hjá Ömmu&Afa.

Engin ummæli: