mánudagur, nóvember 19, 2007

Morgungull gefur...

Í gærkvöld ætlaði ég mér að vakna eldsnemma á mánudagsmorgni og drífa mig í vinnuna á undan almennri umferð. Þá vissi ég ekki að dóttir mín var búin að breyta útvarpsstillingunni...þannig að kl. 6 í morgun fór langbylgjan af stað( og það er ekki ein af Bylgjustöðunum ) á tíðni 531 þ.s. heyrðist ekki einu sinni suð. Svaf ég því mínu værasta til 7 þegar að verkjaraklukkan fór í gang. Reyndar fór ég síðan ekki á fætur fyrr en kl. var orðin tíu mínútur í 8 og báðir krakkarnir vaknaðir. Mér þykir það reyndar afskaplega ljúft að vakna með fjölskyldunni og eiga smá tíma með þeim áður en mætt er til vinnu, þannig að ég þakka Sunnu bara fyrir að hafa "hjálpað" mér að sofa út ;)

Engin ummæli: