mánudagur, júní 09, 2008

Frekur örbygljuofn

Berglind benti Bínu á það um daginn hversu frekur örbylgjuofninn okkar er og það er nokkuð til í því. Hann verður nefnilega alveg brjálaður þegar hann hefur lokið við að hita og linnir ekki látum fyrr en hann er tæmdur. Við erum orðin svo vön þessu að það er gaman að fá ábendingu um eitthvað svona sem ætti að fara í manns fínustu. Kanski hefur hönnuðurinn af honum alltaf verið að gleyma matnum sínum í ofninum og viljað fá áminningu?

þriðjudagur, júní 03, 2008

Tón-list

Einhverntíman lofaði ég sjálfum mér að gefa út sólóplötu fyrir þrítugt en þ.s. það virðist að mér muni takast að eignast 3 barnið áður en ég verð þrítugur þá hef ég ekki verið jafn iðinn við að standa við tólistarsköpunina enda nóg að gera í öðru.

Ég keypti mér samt POD X3 sem Snorri bróðir greip með til landsins frá BNA þar sem hann og dæturnar voru í heimsókn hjá Jóhanni( ég þarf nú að fara að kíkja til hans við tækifæri ;). Seinustu 2 kvöld hef ég eytt góðum tíma í að fikta í græjunni og held að þetta auðveldi mér ýmislegt og aldrei að vita nema ég reyni að vinna í sólóplötunni í tíma og "ótíma"( verð að fara að kaupa mér uppruna orðanna til að skilja svona orð ). Enda er þetta nú bara áhugamál og þarf ekki að vera uppá marga fiska ;)