þriðjudagur, september 02, 2008

Nýtt baðherbergi

Við vorum svo séð að láta gera upp baðið á meðan við vorum í sumarfríi. Reyndar losaði ég sjálfur baðið og braut upp flísarnar en fékk gott fólk í að klára að rífa klósettið, flísa og pípa. Ég hengdi nú reyndar upp hillur og vaskinn en lét fróðari menn um að pípa. Það var líka kominn tími á að taka þetta 36 ára baðherbergi í gegn. Þannig að nú er allt nýtt og ekkert eftir nema eitthvað smotterí eins og að finna veggljós, ljós undir speglaskápinn og klósettrúlluhaldara/stand. Þetta kostaði reyndar að íbúðin var öll undirlögð í pússningsryki( og er það enn sumstaðar ), einnig tók þetta verulega á taugarnar að bíða eftir vörum frá Byko og IKEA. Reyndar gafst ég upp á því að bíða eftir Byko og keypti bara annað en ég hafði lagt upp með, en það var ekki svo langt frá þannig að það sleppur. En Byko í Kauptúni er ekki uppáhaldsbúðin mín, allt of stór. Þannig að eftir mikið búðarráp og afgreiðslubið, þrif, uppsetningar, meiri þrif, bið og þónokkra hundraðþúsundkalla þá erum við komin með nýtt baðherbergi. Verst að maður þarf að selja á næstunni til að koma öllum þessum krökkum fyrir ;)

2 ummæli:

Páll Sigurgeir Jónasson sagði...

"ekki til en væntanlegt", láttu mig þekkja það,
hér er það "tilfälligt slut".

Svo eru það bara "nokkrir" hundraðþúsundkallar í viðbót og "þið" eruð komin með nýtt stúdíó ;)

Logi Helgu sagði...

Eina vandamálið er hvar þetta hundraðþúsundkalla stúdíó á að vera. Hjónaherberi/barnahergi/stúdíó er ekki alveg að gera sig. Held að það sé bara að finna sér 5 svefnberbergja íbúð ;)