þriðjudagur, júní 30, 2009

Bílinn tilbúinn í ferðalagið

Eftir óteljanlegan fjölda af bílrúðuskermum ákvað ég að hætta að eyða smápeningum á hverju ári í þá og filma afturrúðurnar til að vernda krakkana aðeins gegn sólinni. Þvílíkur munur í staðin fyrir að reyna að festa eitthvað "drasl" á rúðurnar auk þess sem að þetta dregur jafnvel aðeins úr hitanum í bílnum, sem er mikill kostur þegar maður er ekki með loftkælingu.
Atli lánði mér svo tengdamömmubox og Þröstur boga þannig að nú er bíllinn tilbúinn í að fara jafnvel 2 austur í sumar.

laugardagur, júní 27, 2009

Pizzupartý

Hátt í 20 pizzur bakaðar í kvöld. Tekur svoldinn tíma að afgreiða þetta með bara einum litlum pizzaofni...en merkilegt hvað ég hef gaman af pizzugerð ;)

föstudagur, júní 26, 2009

Smíðakvöld

Bónermenn hittust: pizza, áfengi og póker...góður stofnfundur og vonandi verða fundirnir jafn ánægjulegir næstu árin ;)

föstudagur, júní 19, 2009

Karrakot

Hoppandi kát með hafa fengið Karrakot í láni yfir helgina, takk enn og aftur Malla & Þröstur =)

sunnudagur, júní 14, 2009

Austurrískar frænkur á ferð um landið

Systur hennar mömmu( Cilli ömmu ) voru á ferð um landið um daginn og náði ég að hitta aðeins á þær þegar þær stoppuðu við í bústað hjá Gauta. Philip( barnabarn Martínu ) var með þeim sem ökuþór...hann var að leikstýra stuttmynd um daginn...þarf að finna hana og tengja inná hérna. Þótt að ég hafi nú ekki séð þau nema eina kvöldstund þá var það mjög gott því ég missti af þeim þegar þau komu aftur í bæinn. En ég þarf bara að fara að kíkja til þeirra í Hof bei Saltzburg hið fyrsta.

föstudagur, júní 12, 2009

Helgi í tónlist

Shape átti 10 ára endurkomu þegar við spiluðum nokkur vel valin lög á minningartónleikunum Helgi í tónlist á Borgarfirði. Það var rosalega gaman að fá að taka þátt í þessum tónleikum og eiga allir sem að komu mikið hrós skilið sem og gestir og aðrir sem lögðu hönd á plóg. Afskaplega skemmtilegt að stíga aftur á svið með Shape félögunum og ekkert hefur gleymst á þessum 10 árum eins og ég hef áður sagt.
Nokkrar myndir má finna inná facebook.
Bjarur & Sunna komu með mér austur og voru í góður yfirlæti hjá Helgömmu á meðan ég var á Borgarfirði og eru nokkrar myndir frá ferðalaginu.

mánudagur, júní 08, 2009

Pizzugerðarmaðurinn Logi

Um daginn fengum við brauðstein frá Nonna&Begs sem ég hef verið að nota sem pizzustein með því að hafa á meiri hita en ráðlagt var. Það endaði með því að hann mölbrotnaði og þá var ekkert að gera heldur en að versla pizzaofn. Þetta er kannski ekki alveg pizza fílingurinn, en einhvenrtíman mun ég hlaða minn eigin ofn...þegar ég verð kominn með garð til að hafa ofninn í ;) þá er ekki slæmt að hafa múrara í fjölskyldunni sem geta aðstoða við verkið ;)
Annars er alltaf verið að þróa pizzadegið og er byrjaður á sósunni líka. Reyndar var það nú bara afleiðing kreppunnar þ.s. vöruúrval hefur minnkað og ég fæ ekki lengur pizzusósuna sem mér finnst góð.
Í "ellinni" stofnar maður pizzastað...um leið og að ég finn einhvern sem að bruggar bjórinn til að bera fram með pizzunum ;)

laugardagur, júní 06, 2009

Brúðkaup 2009

Í dag fækkaði syngurum þegar að Eyrún & Jobbi gengu í það heilaga...ég og Bína förum að verða með síðasta ógifta fólkinu í hópnum eftir að við seinkuðum giftingu ótímabundið þegar að Dagný kom undir.
Hér má sjá myndir úr brúðkaupinu og veislunni.

fimmtudagur, júní 04, 2009

Bjartur 5 ára

Haldið var uppá 5 ára afmæli Bjarts í dag. Ástæða þess að það var haldið daginn fyrir afmælisdaginn var að Sunnu á bókaðan tíma í nefkirtlatöku í fyrramálið og gengur ekki alveg að halda afmæli sama dag. Afmælið tókst bara vel og var stóri strákurinn hæstánægður með allar fínu gjafirnar, veisluna og afmæliskökuna.
Á afmælisdaginn sjálfan fékk hann svo WallE frá okkur og um kvöldið var uppáhaldið hans Bjarts: heitt súkkulaðifondú og niðurskornir ávextir. Myndir frá afmælis- veislunni og deginum.
Merkilegt að maður á FIMM ára strák...enda er maður orðinn gamall ;)