þriðjudagur, júní 30, 2009

Bílinn tilbúinn í ferðalagið

Eftir óteljanlegan fjölda af bílrúðuskermum ákvað ég að hætta að eyða smápeningum á hverju ári í þá og filma afturrúðurnar til að vernda krakkana aðeins gegn sólinni. Þvílíkur munur í staðin fyrir að reyna að festa eitthvað "drasl" á rúðurnar auk þess sem að þetta dregur jafnvel aðeins úr hitanum í bílnum, sem er mikill kostur þegar maður er ekki með loftkælingu.
Atli lánði mér svo tengdamömmubox og Þröstur boga þannig að nú er bíllinn tilbúinn í að fara jafnvel 2 austur í sumar.

Engin ummæli: