miðvikudagur, ágúst 05, 2009

Nóg hefir hvör að vinna

Strembið að byrja aftur að vinna fulla vinnu eftir að hafa verið í 75% starfi síðan að Dagný fæddist, síðustu 10 mánuði. Erfiðast að vera ekki jafn mikið heima og geta farið með krakkana á leikskólann og sótt þau á hverjum degi. En sem betur fer getur maður stundum sveigt vinnutímann til að reynt að hitta þau aðeins meira suma daga en aðra.
Mikill kostur við að vera með styttri vinnudag var einnig að vera alltaf utan við álagstíma í umferðinni, sem er vissulega kostur þegar þarf að keyra 10km í vinnuna á hverjum degi. En ég leyfi mér nú líka oft að fara til vinnu áður en að nokkur er vaknaður á heimilinu. Bína sér þá um að koma stóru krökkunum í leikskólann og ég get komið snemma heim og missi þá af allri umferð.
En eftir að hafa prófað að vera ekki í fullri vinnu þá gæti ég trúað að það henti mér betur. Finnst einhvernveginn að vinnan eigi ekki að taka bróðurpartinn af deginum, a.m.k. ekki þegar heimilið er fullt af börnum ;)
Held samt að 88% sé fínasta vinnuprósenta fyrir mig þegar ég þarf að sinna öðru...en það er nú ekkert á dagskrá að minnka við sig vinnu eins og staðan í dag...frekar draumur um að geta stækkað við sig...en það er ekki mikið að gerast í "ástandinu".
En fæðingarorlofið var gott, sumarfríð var gott og nú hittir maður meira snillingana í vinnunni =)

Engin ummæli: