þriðjudagur, október 20, 2009

Gömlum við gleym ei fyrir nýjan

Eftir mikla leit/bið var loksins hægt að ráðst í endurnýjun á sófanum í holinu. Forsemda þeirra kaupa var uppgreiðsla skulda við lánasjóðinn og gat ég ekki annað en haldið gefnu loforði mínu um sófakaup í kjölfar skuldaferslisins og gekk því í málið af fullri alvöru.
Við vorum búin að skoða notaðan sófa sem var ekki alveg fullkominn þótt hann hafi nú haft útlitið með sér. Rak svo augun í hornsófa í balðinu sem ákveðið var að kanna nánar og gera fjölskylduferð úr rannsókninni. Krakkarnir voru með í för og höfðu merkilega gaman af innliti í húsgagnaverslunina. Bjartur hljóp út um allt að skoða og pæla á meðan Sunna klæddi sig úr útifötunum/skónum, hafði komið auga á barnabækur sem hún rogaðist með uppí einn tungusófann og byrjaði að lesa eins og hún ætti heima þarna í miðri húsgagnaversluninni og væri hluti af uppstillingunni.
Allir gáfu blessun sína og ákveðið var að skipta út gamla góða horn/svefnsófanum sem er búinn að þjóna okkur dyggilega síðustu ár. Hann var líka farinn að láta sjá á og ber þess greinlega merki að hafa verið vel notaður af þreyttum foreldrum og hoppandi/teiknandi krökkum.
Í gær kvaddi ég gamla með sófalegu og framtíðarhasarmynd, þær eru ófáar SciFi-myndirnar sem maður hefur séð og klikka sjaldnast fyrir nördinn ;)
Bjartur fékk tilkynnt þegar hann kom heim í dag að hann mætti kveðja sófann en það fór nú ekkert sérstaklega vel í hann og opnuðust flóðgáttirnar um leið. Þegar hann náði sér ákvað hann að flytja niðrí geymslu, líklega einhver mótmælaaðgerð til að lýsa yfir óánægju með að fjarlægja gamla sófann. Þannig að hann útbjó sér rúm niðri geymslu með því að hreinsa út úr einum hluta hillusamstæðunnar þannig að hann gat komið sér fyrir þar og einnig útbjó hann stað fyrir Binna til að sofa á en lítið var nú af því að hann færi að sofa niðri eftir að vera búinn að vera að springa úr solti með geymslulyklana og sýna öllum krökkum í blokkinni nýja pleis-ið sitt.
Valgeir bjargaði mér með flutning og burð á sófanum sem okkur rétt tókst að þvinga upp stigaganginn og reddaði hann alveg burðinum enda mikill maður vexti og fer létt með "lítinn" sófa milli fingranna.
Þegar krakkarnir voru sofnaðir duttum við í sófann og létum fara vel um okkur yfir sjónvarpinu og kjaftagangi þar til tími var kominn að fara að hátta...ekki gekk nú jafn auðveldlega að "detta" uppúr sófanaum en það hafðist á endanum.

1 ummæli:

harpa sagði...

til hamingju með nýja sófann!
baráttukveðjur til bjarts!!