miðvikudagur, október 21, 2009

Stjörnurnar gefa ljós, ef ei er uppi sól

Sunna sæta sól 3ja ára í dag og merkilegt að hún er ekki eldri því stundum finnst mér hún eitthvað svo fullorðin. Þessi litla skvísa sem vekur eftirtekt hvar sem hún fer og stundum alveg merkilegt hvað fólk er hrifið af henni án þess að hún sé eitthvað að bjóða sig. Hún virðist hafa eitthvað aðdráttarafl stelpan sem passar ágætlega við hversu félagslind hún er, og hefur reyndar alltaf verið. Kannski ekkert skrítið þar sem hún á stóran bróður og byrjaði á leikskóla áður en hún varð eins árs. Kannski er það bara ég en hún hefur alltaf virkað afskaplega opin á mig og einhvernvegin sé ég hana alltaf fyrir að baða sig í sviðsljósinu í framtíðinni ;)
En dagurinn byrjaði snemma og búið að vera nóg að gera í allan dag. Þegar eftirrétturinn var að verða búinn vildi litla skvísan fá að fara í rúmmið og lúlla, alveg uppgefin eftir langan og skemmtilegan dag.

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Mér dettur alltaf Sjöfn í hug þegar ég les um hana Sunnu sól :) greinilega mjög líkar frænkurnar :)
kv laufey