fimmtudagur, desember 31, 2009

Annáll 2009

Ellin færðist yfir, Bína átti stórafmæli og ég varð 11111 ára, saman urðum við (B&L) 7 ára og ákváðum að nóg væri komið af krökkum,
Bjartur boltastrákur varð 5 ára, Sunna ballerína varð 3 ára og Dagný labbaði um í 1 árs afmælinu sínu.
Heilsan fer batnandi, bandýið orðið meira spennandi og pizzugerðin þróast áfram.
Spilaði nokkrum sinnum með Sambandinu, Shape tók upp hljóðfærin eftir 10 ára hlé og Kóngulóarbandið er komið aftur á skrið.
Sumarfríð var gott, borgaði upp námslánin, tengdist betur leikskólanum og fjölskyldan fór í myndatöku.
Árið var svo kvatt á Seyðifirði í fjölmennum/góðum hóp fólks sem átti ættir sínar að rekja til Múlavegsins eða tengdist inní fjölskylduna =)

fimmtudagur, desember 24, 2009

sunnudagur, desember 13, 2009

Þar liggr fiskr undir steini

Fjölskyldan fór í dag á Sindra Silfurfisk og ég mæli eindregið með þessari sýningu...sérstaklega fyrir yngri áhorfendur þótt ég hafði reyndar mjög gaman af henni...enda ávallt barn í anda ;)

föstudagur, desember 11, 2009

Vín inn, vit út

Jólakortin voru tekin fyrir í kvöld. Sú hefð fæddist í fyrra að skrifa jólakortin ásamt því að klára úr svo sem einni rauðvínsflösku og er það hin besta uppskrift af þessari iðn sem lítið fer fyrir í jólahaldi nútímans. Þetta verður hin mesta skemmtun...jafnvel fyrir þá sem fá kortin líka ;)

fimmtudagur, desember 10, 2009

Brauð er barns leikr

Laufabrauðsgerð í Umferðarstofu er skemmtilegur árlegur viðburður sem við reynum að missa aldrei af. Gerðum nú ekki nema nokkrar í ár...enda nóg að gera að hlaupa á eftir liðinu út um allt hús. Dagný fannst fátt skemmtilegra en að skoða vinnustaðinn með stóru systur sinni og Bjartur var hæstánægður með aðgangskortið mitt. Þá gat hann farið hvert sem hann vildi...sem endaði auðvitað í því að hann var skilinn eftir. Kom á endanum niðrí mötuneyti og spurði Þorbjörgu (sem stóð vaktina við steikinguna að vanda) hvar pabbi sinn væri með grátstafinn í kverkunum. Þá var ég að koma restinni út í bíl og kom svo augnabliki áður en minn maður missti sig í grát og allt reddaðist þetta ;)

miðvikudagur, desember 09, 2009

11111 ára...

Logi 11111 ára
...í binary ;) Ekki á hverju ári sem við feðgar getum sýnt jafn marga fingur til að sýna hvað við erum gamlir ;)

laugardagur, desember 05, 2009

Vaxa börn þó vatn drekki

Það er alltaf gaman að vera einn heima með krökkunum, meira krefjandi en þá verð ég líka að taka á öllu sem mér finnst bara gaman. Dagný var sett inní rúm fyrir 8, hún var nú ekki alveg sátt en tók ekki seinni lúrinn í dag þ.s. við fórum að sjá Maríuhænuna. Sunna var að fá tannburstun og skreið svo uppí sófa í Hello Kitty náttfötunum með prinsessuplástra út um alla handleggi. Bjartur liggur fyrir framan sjónvarpið að sötra á síðustu dropunum af súkkulaðimjólkurhristingnum sem ég gerði fyrir þau. Allir eru saddir og sælir eftir að hafa fengið sjálfir að ráða hvað væri í matinn. Sunna vildi Sunnu sætu sól melónu og samþykkti að borða smá skyr líka. Bjartur fékk svipað og var þessu öllu torgað niður stuttu eftir að við pulsuðum okkur á leiðinni heim í dag. Sunna sagði einmitt þegar ég var að bursta hana Ég er með þungan maga =)