laugardagur, febrúar 13, 2010

Góðra manna gleði er gulli betri

Árshátíð Hafnarfjarðarbæjar var í kvöld og hituðum við upp með að hitta starfsfólkið á Víðivöllum í forpartýi. Skemmtilegt fólk og allt of sjaldan sem maður hittir það. Þegar allir voru komnir í banastuð var kominn tími til að leggja land undir fót og hitta alla hina Hafnfirðingana. Rétt tókst að samala liðinu út í rútu án þess að hafa of mikil læti til að styggja nágranna partýstaðarins.
Árshátin var með eindæmum glæsileg og í þetta skiptið héldu Hafnfirðingar í útrás á Brodway í Reykjavík, ekki margir sem stunda útrás á þessum tímum sem herja á landið.
Merkilegt að ég skuldi aldrei hafa komið inná þennan stað fyrr =)

Engin ummæli: