sunnudagur, október 03, 2010

Ungababbi

Afskapleg góð helgi er nú að renna sitt skeið. Bína fór með vinkonunum í bústað og var ég því einn heima með krakkana. Föstudagurinn var í rólegheitum heima, allir elduðu pizzur og síðan var kósýkvöld með tilheyrandi sjónvarpsglápi og meðlæti =)
Á laugardeginum byrjaði dagskráin snemma. Ballet sýning hjá Sunnu og voru allir rosalega duglegir. Bjartur hjálpaði til við myndatökuna og Dagný sat framan af stillt og horði á Sunnu fylgja öllum fyrirmælum Guðbjargar balletkennara með sóma. Þegar tíminn var hálfnaður gafst Dagný uppá að sitja kyrr og fór og tók þátt í dansinum. Verður að segjast að hún stóð sig merkilega vel og fylgdi systur sinni í einu og öllu.
Að sýningu lokinni var farið heim og við gæddum okkur á snúðum úr bakarínu. Dagný tók smá kríju og allir voru klæddir fyrir afmælisveislu og stóru krakkarnir máluðu sitt hvort afmæliskortið. Nokkrum tímum seinna vorum við mætt í 2 ára afmæli Bryjnars Arnars þar sem kökur og leikur voru í aðalatriði og gat ég spjallað svoldið við fólk þ.s. krakkarnir voru afskaplega dugleg að dunda sér. Síðan héldum við heim á leið og Böddi&Bekka komu og pössuðu svo ég gat skotist á árshátið um kvöldið.
Náði heim fyrir lok dags og höfðu þau verið góð að vanda. Þurftu nú samt að rífa sig snemma á fætur eins og alltaf er gert um helgar (en aldrei á virkum dögum) þannig að aðeins bar á þreytu hjá 3ja barna föðurnum í dag ;)

Engin ummæli: