miðvikudagur, maí 11, 2011

Vel birgur bjórskápur

Síðustu misseri hef ég nú dregið úr bjórinnkaupum. Það eru ekki mörg ár síðan ég fór ekki í vínbúðina nema að kaupa kassa af bjór og þá var það 4þ kall. Nú kostar svoleiðis víst aðeins meira þannig að á móti hefur bara verið dregið úr drykkjunni...þannig í stað þess að fá sér einn bjór á dag er það meira einn á viku ;)
En verslaði aðeins um daginn og kominn með smá safn í bjórskápinn:

Þarna vantar reyndar Stiegl sem var kominn í kælinn og ekki mikið keypt af...enda rándýr og Bragi var búinn að kaupa upp allt sem til var í landinu...það er barist um þessar flöskur ;)

2 ummæli:

Logi Helgu sagði...

Red Stripe - varð að kaupa hann þ.s. teymið í vinnunni er Jamaica ;)
Bjartur - fínasti blond, ljúfur og góður.
Úlfur - rammur IPA en vinnur vel á.
Jökulhlaup - rammur og rennur niður eins og jökulhlaup =)
Warsteiner - lífið er bara of stutt til að drekka ódýran bjór ;)

Atli sagði...

Hvar er LIKE hnappurinn þegar maður þarf á honum að halda?!