mánudagur, október 03, 2011

Kóngulærnar 15 ára


Kóngulærnar fögnuðu 15 ára starfsafmæli um helgina með því að spila á tveimur böllum á Eskifirði.
Flugum austur á föstudeginum og þar tók Nikki á móti okkur á nýja hljómsveitarlúxusbílnum sínum þannig að okkur leið eins og sannkölluðum rokkstjörnum um borð og ekki skemmdi fyrir að með bílnum fylgdi ógleymanlegt mix-tape sem skemmti okkur mikið.
Um kvöldið var það fjarðaball þar sem elstu bekkingar í grunnskólum á austurlandi söfnuðust saman. Ekki vorum við nú alveg með lagalistann sem að þau hlusta á en þau kunnu þó ýmislegt sem kom að óvart. Siggi tók svo kassagítarinn og spilaði nokkur tískulög fyrir þau á meðan við hinir tókum pásu og hlóum að því hversu gamlir við værum ;)
Laugardagskvöldið var svo aðeins eldra fólk sem mætti á ball og aðeins betri tenging milli okkar og þeirra þá. Það var alveg augljóst að þau þekkti lögin og voru á sama róli ;)
Helgin var reyndar full erfið fyrir mig þar sem mér tókst að ná mér í einhverja pest sem er búin að vera að herja á mig síðustu vikur og þurfti því að sofa mikið og bryðja verkjatöflur til að komast í gegnum þetta allt saman.
En alltaf gaman að hitta hinar kóngulærnar og ánægjulegt að spila á Eskifirði í tilefni 15 ára afmælisins og þökkum þeim 600+ sem mættu fyrir samveruna.
Ekki höfum við nú enn náð 100 framkomum skráðum en það styttist...ættu að verða komnar í hús áður en við hittum aftur á austurlandi eftir 5 ár til að halda upp næsta starfsafmæli ;)

Engin ummæli: