sunnudagur, nóvember 27, 2011

Myndataka 2011


Á meðan að myndatökunni stóð horfðu leikföng krakkana hugfangin á
Í dag fórum við loksins aftur í myndatöku. Hún átti að fara fram í september en það tók tíma að finna rétta tímann til að hitta á ljósmyndara og hafa alla þokkalega til heilsu ;)
Allt gekk vel framan af en síðan fór Dagný að hætta að nenna þessu fljótlega...enda er engin leið að stjórna henni ef hún vill það ekki ;) En ég held að það hafi náðst fínar myndir af öllum krökkunum saman en er ekki jafn viss um að það hafi tekist að ná fjölskyldumynd í þetta skiptið þegar Miss D var komin í sitt besta =)
Klikkuðum á því að fara ekki fyrst að borða ís...prófum að gera það á næsta ári því það var svo mikill spenningur að komast í ísinn og þau voru svo kát eftir það ;)

þriðjudagur, nóvember 22, 2011

Bjartur tannlaus


Fyrsta tönnin dottin. Hann var frekar ánægður með sig að kippa henni úr sjálfur =) En það á ekkert að vera að setja hana undir koddann, hann er mun hrifnari af því að geyma hana og eiga...enda þykir honum óskaplega vænt um alla hluti ;)

miðvikudagur, nóvember 16, 2011

Agilis 2011


Fór á Agilis 2011 ráðstefnuna og hripaði niður mína upplifun. Þetta var fínasta ráðstefna. Missti reyndar af henni í fyrra en fannst þessi ekki jafn góð og 2009 þar sem Alistair Cockburn, Yves Hanoulle og Jeff Patton voru á sviðinu og fannst mér meira þungavikt í kynningunum þá. En þessi ráðstefna var fín og hafði Open Space fram yfir síðustu sem ég mætti á ;)

sunnudagur, nóvember 13, 2011

Bandýmót

Bandýmót nörda 2002
Bandý hefur átt ákveðin sess í mínu lífi síðan á unga aldri. Ég var aldrei sérstaklega mikill áhugamaður um íþróttir og þrátt fyrir að hafa prófað ýmsilegt var ég aldrei að finna mig. En í íþróttum í grunnskóla var bandýið alltaf mikil keppni og hart slegist...sem endaði yfrileitt með því að kennarinn gafst upp á að reyna að halda reglunum á lofti og þá var bara spurning hver myndi fara að gráta.
Síðan í menntaskóla hélt þetta áfram og var allaf heilmikið stuð og átök. Þegar komið var í háskóla tókum nokkrir Seyðfirðingar okkur saman og byrjuðum að spila á sunnudagsmorgnum, sem síðan færðist á laugardsagsmorgna og síðan bættust inn menn héðan og þaðan, aðrir duttu út...og í dag er þetta enn við lýði, en tíminn er seint á miðvikudagskvöldum...en alltaf jafn gaman.
Á háskólaárunum var ég líka í að halda uppi bandýtímum fyrir nördana og á sama tíma fór gott fólk að gera alvöru úr starfinu og koma íþróttinni á hærra plan hér á landi. Það starf gengur bara vel hjá þeim. Í dag var ég á bandýmóti í dag þar sem voru 2 lið skipuð ungum drengjum og þó þeir hafi ekki haft neitt í fílelfda karlmenn/kvenmenn þá sýndu þeir mjög góða taka og eiga einn daginn eftir að pakka okkur saman ;)
En bandýmótin hjá okkur í den voru ekki alveg jafn pro og í dag...þá voru það 3ja manna lið og rúsinan var að taka svo gufu og bjór eftir mót...ekkert svoleiðis í dag, nú eru menn bara með börnin á hliðarlínunni og að láta teipa sig á milli leikja...gamalmenni í ungmennaíþrótt...við erum alla vegana ungir í anda og verðum vonandi lengi með heilsu til að halda þessu áfram =)