fimmtudagur, janúar 19, 2012

Nóg að gera á nýju ári


Árið fór af stað á þvi að allir fóru til vinnu. Bína sneri aftur eftir árs frí og Sindri byrjaði á sama tíma í leikskólanum. Það eru víst einu fríðindin við að vera leikskólakennari að koma krakka fyrr að...þó það sé ekki einu sinni leyfilegt, en ekki hefur leikskólinn lengur kjör fram yfir kennara eða afslátt af skólagjöldum :|
Það tók Sindra nokkra daga að venjast en lítur bara mjög vel út og verður gaman að sjá hvernig hann tekur í að vera allan daginn.
Okkur tókst að leggjast í veikindi við upphaf árs. Áttum von á því að Sindri myndi taka allt inná sig við að byrja í leikskólanum en þá var það Bína sem lagðist fyrir. Á saman tíma náði ég mér í einhverja flensu og var það ekkert grín að vera bæði veik með 4 börn...en sem betur fer tókst mér að hrista það fljótt af mér og fenguð við hjálp hjá nærstöddum með krakkana sem reddaði okkur alveg.
Vetur hefur verið þónokkur (svona miðað við það sem ég hef séð á þessum landshluta) og nokkur kuldi...fátt betra en að vera inni eftir sleðaferð með nýbakaða snúða sem Bína kann svo sannarlega að gera =)
Þannig að árið byrjar eins og oft áður að ég sé engan vegin hvernig ég að gera allt sem mig langar til að gera miðað við allt sem ég þarf að gera ;)

Engin ummæli: