fimmtudagur, nóvember 08, 2012

GoKart


Ég & Bjözzi skelltum okkur í GoKart og hann hafði betur. Það eru komnar nokkrar ferðir í ár og það er bókað að það verður amk ein til viðbótar og vonandi verða þær jafn margar á næsta ári =)
Það var ungt par með okkur í þessari ferð og hafði það smá áhrif. Bjözzi var fastur á eftir honum á meðan ég var á bremsulitlum kagga fastur á eftir henni. Fékk að finna vel fyrir böttunum á meðan ég var að læra á bremsurnar og síðan var ég í mesta basli að komast frammúr en náði aldrei að ná þeim.

Bestu tímar:
Bjözzi: 41.97
Logi: 42.95

4 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Hehe þetta var stuð.

Ég mæli með að við tökum bara keppni við klukkuna næst.

Kv. Björn Ingi

Logi Helgu sagði...

Já, klukkan verður látin ráða...þurfum bara að koma öðrum inná það ef við erum ekki 2...þyrfti líka að finna gamla tíma og skrá þetta allt og sjá í samanburði.

Logi Helgu sagði...

Náði 32.5 á styttri brautinni um daginn. En mun skemmtilegra þegar það er opið inní "barnabrautina".

Logi Helgu sagði...

Ég hafði betur í keppninni okkar við klukkuna í gær. Fannst ég reyndar vera á betri bíl en náði samt ekki jafn góðum tíma og ég var með skráðan um daginn.

Bestu tímar í gær:
Logi 32.781 í hring 27
Björn 33.330 í hring 14

...þangað til næst ;)