þriðjudagur, desember 31, 2013

Annáll 2013


Ég hef gaman af því að fara yfir liðið ár og rifja upp helstu atriði. Ár er stærsta tímaeining sem ég nota og því finnst mér þetta alltaf skemmtilegt að fara yfir myndir ársins sem og allar blog-færslurnar hér.

Það virðist alltaf verða meira og meira að gera og minni og minni tími, enda ekki að búast við öðru þegar þessi 4 yndislegu börn stækka með hverju árinu. Ekki hjálpaði veikindatíð sem stóð síðasta vetur og vonandi verður aldrei aftur svona mikið af veikindum á heimilinu en Sindri átti erfitt að ná sér í ról og náði yfirleitt í eitthvað í hverjum mánuði.

Í upphafi árs var ég fenginn í smá Agile innleiðingu og hélt síðan námskeið um vorið sem heppnaðist vel og mjög lærdómsríkt. Auk þess var ég í stóru verkefni sem tók góðan tíma frá öðru stóran hluta af árinu en var jafnframt mjög skemmtilegt að halda utan um það og vinna í teyminu sem sá um það þó svo að vinnutíminn hafi oft ekki verið mjög fjölskylduvænn ;)
Einnig komst ég á námskeið hjá manni sem ég er búinn að vera að bíða eftir að kæmi aftur til landsins ;)

Þannig að draumar um frí áttu alveg rétt á sér. Helgamma kom um páskana sem var afskaplega notalegt og mörgum fannst erfitt að horfa á eftir henni í flugvélina.
Við skelltum okkur svo á Seyðisfjörð snemma um sumarið til að ná afmæli hjá Degi sem var ánægjulegt að hafa náð og náðum líka smá sól sem var ekki mikið að sýna sig fyrri sunnar. Skoðaði Tvísöng sem ég hafði aldrei séð og hafi séstaklega gaman af því að sjá hann líka hinu megin úr firðinum...svona eins og Barbapabbahús í fjallinu ;)
Fjallaskokk með Monsa var mjög skemmtilegt og hlakka ég til að taka það aftur næsta sumar.
Fjallaferð með Frænku í Lundarfarinu, afmælishátíð Hugins og gjörningur, dagsferð í Skálanes og margar góðar stundir í þessu annars frekar stutta fríi þar sem ég átti ekki mikið frí inni.

Réðst á baðið einn daginn sem var alveg kominn tími á...en þær framkvæmdir sem voru planaðar kláruðust nú ekki á árinu þannig að þetta verður nokkra ára framkvæmd =)

Ári eftir Brúðkaupspartýið skelltum við okkur í kósy ferð bara tvö sem var einstaklega notalegt.
Okkur tókst líka að hitta fólk og stunda smá félagslíf þar sem við fórum meðal annars 2 óvissuferðir, helgarferð í Veiðileysu og Hrekkjavöku.

Jólin komu svo í öllu sínu veldi þar sem dagatöl fjöskyldunnar, Bínu og mitt töldu niður dagana til jóla og áttum við gott jólafrí þar sem sleðaferðir og notalegheit voru ríkjandi.
Krílin kvöddu svo árið á Sævanginum í góðu yfirlæti og umkringd yndislegu fólki og áramótasprengjum sem krakkarnir fengu að skjóta upp...og Dagný reyndar aðeins of æst í þeim málum. Þegar að stóra kakan var komin út á götu var hún allt í einu búin að redda sér eld á stjörnublys og farin að kveikja á áður en að nokkur gat stoppað hana. Það fór þó allt vel og árið gekk í garð eins og önnur =)

Engin ummæli: