sunnudagur, maí 11, 2014

Helgarferð í Karrakot

Ég fór með krakkana á föstudegi þar sem Bína var að halda stelpupartý og það er nú alltaf gaman að koma í Karrakot. Á laugardeginum mættu og allar skvísurnar eftir að hafa skemmt sér kvöldið áður á meðan framkvæmdir við matjurtargarða voru komnar á fullt. Það var mokað vörubílshlassi af mold, klippir runnar, grafnar holur og ýmsu plantað. Allir voru duglegir að hjálpa til og finnst mér nú aldrei leiðinlegt að komast í smá garðvinnu. Dagný var mjög spennt að fá að sturta af ballinum og fékk svo að "stýra". Bjartur var duglegur að klippa og Sunna að hjálpa til. Sindri var nú ekki mikið að taka þátt...aðallega að frekjast í gönguferðinni eins og sjá má í maíalbúminu ;) Þannig að ferðin endaði lengri en eins dags ferð og var miklu betri fyrir vikið =)

Engin ummæli: