laugardagur, ágúst 23, 2014

Menningarnótt 2014


Við ákváðum að skella okkur á menningarnótt, taka strætó niðrí bæ og sjá hvort við næðum ekki fram yfir flugeldasýningu með allan hópinn. Þannig að byrjað var að finna strætó og ekki var leiðinlegt að sitja aftast í honum og hafa annan beint á eftir.
Við dunuðum okkur niðrí bæ og vorum þó mest til í Hljómskálagarðinum...skruppum aðeins frá þegar fór að rigna en það var nóg um að vera þar og krakkarnir fóru alltaf í leiktækin þegar þau týndust þannig að það hentaði fínt =)
Þegar fór að líða á kvöldið komum við okkur nær miðbænum og skelltum okkur í smá kaffi. Ég er nú ekki mesti kaffidrykkjumaður þannig að Bína benti mér á Frappóchino sem er alveg upphálds "kaffidrykkurinn" minn =)
Sindri gafst upp á þessum tímapunkti í fangi móður sinnar, enda búið að vera mikið að gera í allan dag.
Náðum flugeldasýningunni og gengum svo með öllum hinum uppá Hlemm þar sem við biðum eftir strætó.
Þegar hann opnaði dyrnar byrjaði svo æsingin þegar allir reyndu að komast um borð. Mér tókst að halda tvemur börnum hjá mér og sem betur fer var Bína með hin tvö og allir fóru um borð. Vagnstjórinn reyndi að hafa stjórn á drukknum unglingum og gerði svo sitt besta til að komast á áfangastað þótt hann þekkti greinilega ekki leiðina ;)
Hér fór að verða erfitt fyrir alla að halda sér vakandi og þrengslin um borð hljálpuðu ekki mikið til. Allir komust þó út á leiðarenda og einhverjir voru vaktir til að taka síðustu skrefin heim þar sem foreldrarnir voru líka vel búin á því =)

Engin ummæli: