sunnudagur, mars 22, 2015

Skipulag á heimilinu


Bína skrapp til útlanda í vikunni og ég var því einn heima í 5 daga. Ég ákvað að prófa að setja upp Scramban töflu sem er hugmynd sem við bjuggum til í vinnunni um daginn til að halda utan um skipulag og hver gerir hvað á heimilinu.
Þetta gekk merkilega vel og endaði sunnudagskvöldið þannig að ég skrifaði frétt um þetta (á ensku) í stað þess að vera að taka til og allir höfðu gaman að =)

sunnudagur, mars 08, 2015

Spjallað við Ólaf á Múlaveginum


Vorum að spjalla við Helgömmu á netinu eins og oft áður þegar að Ólafur (úr Frozen) mætti á svæðið. Sindri hafði einstaklega gaman að þessari heimsókn. Gugga hafði saumað hann og áætlað er að hann komi til okkar í "pössun" =)

fimmtudagur, mars 05, 2015

Bjartur býr til gúmmínammi


Bjartur (ásamt krökkunum) fékk nokkra poka af gúmmíböngsum sem enduðu í örbygljuofninum (eftir að hafa verið litaflokkaðir) og síðan var farið í að hella bráðnu gúmmíinu í ný form og búa til ný gúmmí.
Það höfðu allir gaman að þessu og sérstaklega að kjammsa á gúmminu og var það stórkostlega sóðalegt á tímabili...þó svo að foreldrarnir hafi ekki haft jafn gaman af þrifunum ;)

mánudagur, mars 02, 2015

Kveðjugjafir


Það virðist vera svo stutt síðan ég byrjaði hjá Hugsmiðjunni og í kveðjugjafir frékk ég "Bókina um vefinn" og kippu af Kalda (frá Kalda teyminu sem ég var síðast í). Þetta voru frábær 2.5 ár: frábært fólk og skemmtileg verkefni en mig langar að snúa aftur til stærri vinnustaðar...hlakka til að fylgjast með HXM um ókomin ár =)

sunnudagur, mars 01, 2015

Bústaðarferð í Birkihlíð


Skelltum okkur með góðu fólki í bústað um helgina...þar var étið og drukkið og farið um svæðið...allt fór bara vel fram og allir komu vel undan helginni =)