fimmtudagur, október 27, 2005

Heimahagarnir

Halló heimur...eða halló röfl/blogg, ég er á lífi...damn hvað það er sorglegt að tilkynna að maður sé á lífi...og enn sorglegra að tilkynna það í bloggið sitt. En þótt að margt merkilegt hafi gerst síðan ég fór á Megadeth tónleika þá hef ég bara verið kjaftstopp síðan þá...það var nokkuð merkilegt að hafa æskuhetjuna sína á svona smá sviði á Íslandi í nokkra metra fjarlægð og gott ef hann var ekki bara nokkuð edrú =)
Til að stikla á því helsta síðan...Verslunarmannahelgin var í góðra vina hóp á Akureyri, vetur kom snemma á höfuðborgarsvæðinu, Bjartur byrjaður að spjalla og telja, Bína byrjuð að vinna, hin ýmsu afmæli og fleira sem mætti finna í mynaalbúmum og Kóngulóarbandið komið aftur á ról...
En nú erum við fjölskyldan komin austur á Seyðisfjörð og höfum það gott hjá Helgu ömmu. Snjór er yfir öllu á austurlandi og komumst við í jólafíling þegar við mættum á snjóklæddan flugvöllinn. Dimmt er yfir og kósy inniveður sem og fínt að kíkja út í göngutúr í myrki og snjó.