þriðjudagur, september 29, 2009

Svefn er sætr þeim þreytta

Búinn að vera að rokka nokkrar helgar með Kóngulóarbandinu niðrí borg óttans. Við höfum skemmt næturdýrunum og verð að viðurkenna að það tekur nú svoldið á að skríða uppí rúm á morgnanna og reyna að leggja sig fram að hádegi tvo daga í röð. Svefnleysi er með því óþægilegra sem ég veit og ég kann ekki alveg við að leggja mig í tíma og ótíma. En ekkert jafn notalegt eins og komast svo í bólið á skikkanlegum tíma á sunnudagskvöldunum =)

fimmtudagur, september 24, 2009

Sterkt öl gjörir dofið höfuð, og feitan búk

Guinness átti bara 250 ára afmæli og í tilefni þess skellum við Siggi okkur í afmælisveislu til hans niðrá Dubliner þar sem boðið var uppá afmælisdreginn á litlar 250 krónur glasið. Hefði nú alveg getað setið langt frameftir þangað til að ég hefði dottið útaf...en sopinn er alltaf góður og ekki verra þegar hann er góðu verði. Kannski eins gott að hann sé ekki alltaf svona ódýr, þá væri ég og fleiri alltaf fullir ;)

þriðjudagur, september 08, 2009

Betra er að lofast fyrir þolinmæði enn hreysti

Vaknaði nær dauða en lífi snemma nætur og vissi ekki hvaða skítapest hafi blossað svo snögglega upp. Var viss um að liggja fyrir næstu daga og að áætlanir mínar um að verða veikindalaus væru orðnar að engu. En vitir menn, líkamanum tókst að berja á vibbanum um nóttina og um morguninn var þetta bara hálsbólga. Þannig að stefnan á veikindalaust starfsár heldur áfram =)