laugardagur, júní 29, 2013

Sindri fyndni


Ég og Sindri skelltum okkur á "Borum borum" gjörning sem var á laugardagsmorgni uppi hjá réttum í tilefni 100 ára afmælishátiðar Hugins. Þó svo að þessi gjörningur hafi nú mest lítið með íþróttastarfið að gera þá var þetta bara gaman og góð ámynning á hvað bæta þarf samgöngur í fjörðinn. 
Sindri byrjaði á að nappa af mér myndavélinni og mynda mig og fleira. Síðan þegar ég tók hana af honum þá lagði hann af stað uppað gangmunanum sem var hluti af gjörningnum. Ég elti hann í rólegheitunum þar sem ég hafði ekki heyrt að það væri stranglega bannað að fara þangað fyrr en gjörningurinn væri búinn. Sem betur fer var hlaupið á eftir okkur og við stoppaðir af áður en Sindri komst inn að fikta í sprengiefninu.
Þegar kom að því að smala öllum inní rétt þá stóð okkar maður á malarhól og benti öllum skilmerkilega hvert átti að fara eins og hann væri að stjórna...og hætti ekki fyrr en allir voru komnir á sinn stað.
Síðan var á endanum sprengt fyrir göngunum og það fannst mínum manni nú ekki lítið merkilegt og gat talað um það í góðan tíma á eftir. Hann er ákveðinn ungur maður sem þykist ráða ýmsu ;)

þriðjudagur, júní 25, 2013

Lundarfar


Þá var komið að því að fara með Frænku uppí Sesseljulund eins og Jóhann var búinn að skipuleggja að gera í þessari Íslandsför. Hann og Bragi (með hjálp frá fleirum) smíðuðu Lundarfar og síðan var haldið til Frænku þar sem fleiri ættingjar bættust í hópinn.
Ferðin gekk vel og hafði Frænka það notalegt á hásætinu með sterka burðarmenn sem sáu til þess að hún þurfti ekki að stíga niður fæti alla leiðina.
Svo var stoppað í (eða hjá) Lundinum og nestið tekið upp og verðurblíðunnar notið áður en haldið var aftur niður með Frænku prinessu og fylgdarlið =)

Skokkað á Seyðis


Monsi fór með mér út að skokka á Seyðis í góðu veðri. Sérstaklega var þó gaman að hann fór með uppí Fjarðarsel og þaðan hlupum við gönguslóða í fjallshlíðunum inn að bæ sem ég hafði sérstaklega gaman af. Það var mjög skemmtilegt að hlaupa þarna og man ég ekki hvort ég hafi nú farið þessa gönguleið áður en finnst ég hafa verið á ferð þarna á skíðum fyrir mjög mörgum árum =)

laugardagur, júní 22, 2013

Dagsafmæli


Dagur hélt uppá stórafmæli með alsherjar veislu og þar sem allir bræðurnir mættu ásamt systurinni þá varð ég að mæta og var þetta partý því ástæða snemmbúins sumarfrís í ár. Partýið stóð líka undir væntingum þar sem var grillað á 4 grillum og matur & drykkur flæddu út um allt og ofan í alla langt fram eftir. Við yfirgáfum nú stuðið löngu eftir miðnætti þegar allir krakkarnir voru sofnaði nema Bjartur. Hann hafði hreiðrað um sig í herbergi Sólar og lesið syrpur fram eftir kvöldi. Þegar hann kom svo loksins hafði hann sérstaklega gaman að því hvað allir voru hressir og í miklu stuði...enda var þetta alvöru partý sem lifði lengi og voru margar góðar sögur og nokkrar myndir =)

Kominn í sumarfrí

Þá er ég kominn í frí.  Síðast færsla var fyrir mörgum mánuðum og þarf ég að fylla inní það tímabil við tækifæri ;)

Nú erum við komin á SEY í fínasta veður og ligg ég í steik þó svo að veðurspár segi að það sé skýað og 11 stiga hiti...feels like 20. Þannig að útlit er fyrir að við verðum hér fram yfir mánaðarmót :)

föstudagur, júní 21, 2013

Tvísöngur


Skelltum okkur í smá gönguferð uppí Tvísöng. Gaman að sjá þessa viðbót við skemmtilega staði til að heimsækja á Seyðisfirði og líka gaman að vera hinu megin í firðinu og taka eftir "barbapabbahúsinu" ;)

miðvikudagur, júní 12, 2013

Barnalán

Langaði alltaf í 5 börn...alveg frá því ég var "lítill" en hugsaði samt að 3 væru "lágmark" og get ekki sagt annað en að ég sé hæstánægður með þeesi 4 sem við Bína eigum. Ég held að þetta sé þokkalegur árangur...ég fengi 2 í einkunn fyrir hvert þá væri þetta 8 sem ég tel mjög gott...Bína fengi 10 í einkunn fyrir að þurfa að sjá um mig líka ;)

miðvikudagur, júní 05, 2013

Bjartur 9 ára


Bjartur var alsæll með nýtt hjól. Fékk reyndar ekki litinn sem hann vildi, en hann tekur sig vel út í bláu =)
Hann er nú mikið fyrir að nördast í tölvunni eins og pabbi sinn og því upplagt að fá eitthvað sem vekur áhugann á útiveru í sumar.

laugardagur, júní 01, 2013

Mission Hafnarfjörður


Það var heilmikið stuð í óvissuferð Víðivalla í ár. Búið var að skipta í í lið og gefa öllum hlutverk löngu áður og mikið keppnisskap komið í mannskapinn...sem og drykkjuskap ...en aðallega bara gott skap ;)
Eftir að hafa skottast út um allan fjörðinn þá enduðum við öll á saman stað og skemmtum okkur fram eftir nóttu og var þetta frábær dagur í alla staði =)