sunnudagur, september 30, 2007
Laddi 6-tugur
Fórum í góðra vina hóp út að borða á Kringlukrána og svo á Ladda 6-tugan á eftir. Kráin kom mér að óvart því ég hélt að þetta væri algjör búlla en ekki "fínn" veitingastaður. Sýningin var skemmtileg og átti ég bágt með mig á kafla. Laddi var sérstaklega góður sem Bubbi enda hafði ég ekki séð hann í því "gervi" áður.
laugardagur, september 22, 2007
Óvissuferð Víðivalla
Komst óvænt með Bínu í óvissuferðina hjá Víðivöllum þegar að ljóst var að það var pláss og tengdó gátu passað. Farið var í rútuferð á Draugasetrið á Stokkseyri. Ég bjóst við meira af safninu, kanski var það vegna þess að við vorum í hóp og seinust, en ég hélt það væri meira "spooky" og bregð í gangi. En rútuferðin var afskaplega skemmtileg. Rútan var með klósett og skemmtileg tilviljun var að hægt var að koma höndinni inná klósettið með að teygja sig í gegnum ruslalúgu. Vakti þetta mikla kátínu og heilmikið skemmtiatriði út af fyrir sig ;)
Þegar komið var aftur fór ég heim og fékk Monsa&Ástu í mat. Reddaði svo pössun þannig að ég gat hitt fólkið aftur seinna um kvöldið í partý-i í næstu blokk. Þar var heilmikið stuð og endaði ég spilandi á gítar sem kom mér og Bínu að óvart því vanalega læt ég aðra um það...en það var bara svo mikið stuð að það var ekki hægt annað en að taka virkan þátt ;)
Þegar komið var aftur fór ég heim og fékk Monsa&Ástu í mat. Reddaði svo pössun þannig að ég gat hitt fólkið aftur seinna um kvöldið í partý-i í næstu blokk. Þar var heilmikið stuð og endaði ég spilandi á gítar sem kom mér og Bínu að óvart því vanalega læt ég aðra um það...en það var bara svo mikið stuð að það var ekki hægt annað en að taka virkan þátt ;)
föstudagur, september 21, 2007
Astrópía & Colossus
Monsi kom í bæinn og við gömlu félagarnir ákvaðum að taka smá hitting. Ekki var nú hugur í mönnum að gera neitt af sér þannig að út að borða og bíó varð niðurstaðan...enda erum við orðnir hundgamlir ;)
Ekki mátti borða hvar sem var og ákveðið að fara á Ruby Tuesday. Ég var hæstánægður með að fara þangað því ég hafði hug á að prófa Colossus borgarann þeirra. Þegar kvikindið kom á borðið var ég smá stund að ákveða hvernig ég ætti að hafa mig við að koma honum ofan í mig. Stærðin passaði miðað við sjónvarpsauglýsinguna hjá þeim og var máltíðin hin mesta skemmtun fyrir bragðlaukana og magann. Að verki loknu var ég pakksaddur og sæll en ekki voru allir sáttir sem höfðu ekki pantað sér jafn vel útílátinn borgara.
Sem gamlir spilanördar fórum við á Astrópíu og urðum ekki fyrir vonbrigðum. Hin besta skemmtun, sérstaklega af íslenskri mynd að vera. Dalaði svoldið í seinnihlutanum en slapp fyrir horn. Mæli með henni, en vona samt að kaninn kaupi handritið og skellli upp aðeins "fagmannlegri" útgáfu ;)
Ekki mátti borða hvar sem var og ákveðið að fara á Ruby Tuesday. Ég var hæstánægður með að fara þangað því ég hafði hug á að prófa Colossus borgarann þeirra. Þegar kvikindið kom á borðið var ég smá stund að ákveða hvernig ég ætti að hafa mig við að koma honum ofan í mig. Stærðin passaði miðað við sjónvarpsauglýsinguna hjá þeim og var máltíðin hin mesta skemmtun fyrir bragðlaukana og magann. Að verki loknu var ég pakksaddur og sæll en ekki voru allir sáttir sem höfðu ekki pantað sér jafn vel útílátinn borgara.
Sem gamlir spilanördar fórum við á Astrópíu og urðum ekki fyrir vonbrigðum. Hin besta skemmtun, sérstaklega af íslenskri mynd að vera. Dalaði svoldið í seinnihlutanum en slapp fyrir horn. Mæli með henni, en vona samt að kaninn kaupi handritið og skellli upp aðeins "fagmannlegri" útgáfu ;)
fimmtudagur, september 20, 2007
Vekjaraklukkan
Í svefnherberginu er vekjaraklukka sem varpar klukkunni uppá vegg og vörpum við klukkunni uppí loft svo við sjáum glögglega að nóttu til hver staðan er. Ekki eru þó allir á eitt sáttir um það hvert klukkunni skal snúið. Iðulega hef ég fundið klukkuna þannig að búið er að varpa tímanum á vegginn bakvið klukkuna sem er svo nálægt að ekkert sést nema rauður punktur. Þegar ég hafði orð á því hver væri alltaf að fikta í klukkunni fékk ég þau skilaboð að Bjartur væri alltaf að fussa og sveija yfir þeim sem væri alltaf að rugla í klukkunni. Honum finnst mun flottara að sjá rauða punktinn við hliðina á klukkunni heldur en uppí loftinu þ.s. ekkert sést yfir daginn. Þegar að vekjaraklukkan datt svo úr sambandi eina nóttina reyndi ég sýna honum að klukkan ætti varpa uppá loft. Ég held að hann hafi alveg skilið það...nú er það bara Sunna sem þarf alltaf að fikta í klukkunni.
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)