föstudagur, september 21, 2007

Astrópía & Colossus

Monsi kom í bæinn og við gömlu félagarnir ákvaðum að taka smá hitting. Ekki var nú hugur í mönnum að gera neitt af sér þannig að út að borða og bíó varð niðurstaðan...enda erum við orðnir hundgamlir ;)
Ekki mátti borða hvar sem var og ákveðið að fara á Ruby Tuesday. Ég var hæstánægður með að fara þangað því ég hafði hug á að prófa Colossus borgarann þeirra. Þegar kvikindið kom á borðið var ég smá stund að ákveða hvernig ég ætti að hafa mig við að koma honum ofan í mig. Stærðin passaði miðað við sjónvarpsauglýsinguna hjá þeim og var máltíðin hin mesta skemmtun fyrir bragðlaukana og magann. Að verki loknu var ég pakksaddur og sæll en ekki voru allir sáttir sem höfðu ekki pantað sér jafn vel útílátinn borgara.
Sem gamlir spilanördar fórum við á Astrópíu og urðum ekki fyrir vonbrigðum. Hin besta skemmtun, sérstaklega af íslenskri mynd að vera. Dalaði svoldið í seinnihlutanum en slapp fyrir horn. Mæli með henni, en vona samt að kaninn kaupi handritið og skellli upp aðeins "fagmannlegri" útgáfu ;)

Engin ummæli: