sunnudagur, júní 04, 2006

Viðey

Loksins steig ég á land í Viðey. Umferðarstofa fór þangað á föstudaginn 2. júní í tilefni af því að við vorum valin fyrirmyndarstofnun í ríkisrekstri. Siglingin var merkilega stutt og af verðursfarslegum ástæðum hafði verið hætt við siglingu fyrir matinn. Ekki veit ég hvernig sú niðurstaða var fundin þ.s. veðrið var eins og það gerist best á höfuðborgarsvæðinu þannig að líklega er aldrei farið í þessar siglingar :) Í Viðey beið okkur fordrykkur og svo var haldið inná Viðeyjarstofu þ.s. góður matur og skemmtiatriði mynduðu vel heppnaða kvöldstund. Nokkrar panorama myndir úr Viðey.
Eftir miðnætti voru svo pókerspilin dregin upp á Hagamelnum hjá Huga og gerðum við( Hugi, Einar, Logi og Einar Magnús ) heiðarlega tilraun til að sjá við pókermeistaranum Gunnari Geir en án árangurs og endaði allt lausbært fé í góðri geymslu hjá honum, enda vanur spilari á ferð :)

Viðey2006 - Höfnin
Ferðalangar mætti í fordrykk.

Viðey2006 - Skýjafar
Viðraði með eindæmum vel á eynni.

Viðey2006 - fyrir utan
Á leið heim eftir vel heppnaða kvöldstund.

fimmtudagur, júní 01, 2006

Barcelona 2006

Barcelona 2006
Brottför
17. apríl

Eins og búast mátti við var seinkun á fluginu( enda flogið með flugfélagi sem ég hafði nú einhverntíman sagst aldrei munu aftur ferðast með...og gott ef Bína sagði það ekki einhverntíman líka ) þannig að við fórum ekki í loftið fyrr en kl. 17( í stað 14 ). Starfsfólkinð á flugstöð Leifs var nú ekkert sérstaklega upplífgandi, kanski vegna mikilla framkvæmda þar og engu líkara en að íslendingar hafi veirð að opna fyrstu flugstöðina sína fyrir 2 mánuðum, eða kanski finnst þeim bara ekkert skemmilegt að vinna þarna?
En flugið vara það sem búast mátti við. Ég steinsofnaði áður en við fórum í loftið og vaknaði við einhverjar 'kellingar' fyrir aftan mig sem voru í góðum gír og gátu ekki hætt að gelgjast um hvað þær ætluðu að kaupa og djamma( ætli þær hafi ekki verið enn fastar í þeim gír síðan 2000 ). Komum seint á hótelið og létum okkur nægja að fara í rúmið, enda var klukkan orðin 2 að nóttu.
Hótelið

Við erum á fínasta hóteli( enda var það farastjórinn sem bókaði það og víst alveg ótengt Heimsferðum er mér sagt ). Við skiptum reyndar um herbergi strax eftir fyrstu nóttina þ.s. við fengum tvískipt rúm og það var ekkert sérstaklega þægilegt að liggja ofan á samskeytunum. Auk þess vorum við svo sniðug þegar við komum að skella loftinu á heitt og setja það í botn en komumst að því morgununinn eftir að það er bara loftkæling og herbergið ískalt, sem gerði ekki að sök því það var sól úti. Morgunmaturinn er svo margrétta að hann dugir mér nánast fram á kvöldmat, og ekki slæmur í þokkabót af hótelmat að vera.
Veðrið

Heldur betur hefur ræst úr veðrinu. Þegar við fórum var spáð rigningu og skýjuðu en ekkert hefur bólað að rigningunni og sól verið mest allan tímann og viðraði vel flesta daga.

Barcelona2006 - yfir bænum

Fyrsti dagur
18. apríl

Fórum í rútuferðalag um bæinn þ.s. við kíktum á Sígröðu Fjölskylduna( Sagrada Familia ), Guell Park og á útsýnishæð yfir bæinn. Það var full mikil keyrsla að ná yfir þessa staði og keyra gegnum bæinn í leiðinni, þannig að stutt stopp voru á hverjum stað og hefðum við viljað hafa meiri tíma, en a.m.k. er ég búinn að 'kíkja' á helstu staðina þannig að ég þarf ekki að stressa mig meira en ég nenni á að skoða þá nánar. Á römblunni fórum við inná markaðinn og keyptum kíló af jarðaberjum á 1 evru. Ég hef ekki fengið svona góð jarðaber síðan ég var lítill heima í jarðabergjagarðinum á Seyðis og eru komin þónokkur ár sem ég hef leitast við að finna hið rétta/ferska jarðaberjabragð. Allir ávextir hér eru reyndar á sterum og spánverjar hljóta að fara að stækka af því að éta þá innan skamms ;)

Síðan um kvöldið fór allur hópurinn( um 70 manns ) út að borða á Tapaz bar. Tapaz er algjör snilld að því leitinu til að spjánverjar hafa fundið leið til þess að nota allan afgangs/ónýtan mat og hent saman í 'smárétti' sem þeir geta rukkað túrista helling fyrir. Þetta var eitthvað það versta sem ég hef smakkað og smakkað ég allt nema einn rétt sem var hrár fiskihaugur( ég hefði meira að segja fengið mér susji frekar en að bragða á þessu...var sama lykt og af gólfi í fiskvinnslunni(leyfi ég mér að segja) ). En það merkilega var að þetta var mjög gaman að reyna að borða þetta og hlægja að matnum, kom merkilega að óvart hversu vel allir skemmtu sér yfir þessum mat, enda var áfengið notað til að skola niður hinu og þessu óbragði ;)

Barcelona2006 - Tapaz

Annar dagur
19. apríl

Bína fór ásamt kennurum í skoðunarferðir um skóla. Á meðan svaf ég og drattaðist svo í búðir áður en að við söfnuðumst nokkrir fylgifiskar saman og hittum kennarana á vísindasafninu hjá Tibidabo fjalli. Við ætluðum og renna í gegnum það og fara svo í verslunarleiðangur en safnið var svo stór að við gáfumst upp og fórum heim, held að við höfum kanski náð meira en helmingnum af því sem þar var að sjá( og gera ). Komum heim og fengum okkur dýrlegar pizzur á veitingastað rétt hjá hótelinu, efst á römblunni. Bína lagðist svo í bað eftir erfiðan dag og ég fann mér internetkaffi og fór í hraðbankann. Bankinn var reyndar með heilmikið vesen við mig og líklega er einhver núna komin með lykilnúmerin mín og farinn að versla eða bankinn hafði af mér 450 evrur áður en hann vildi láta mig fá 220 evrur sem ég þurfti nokkrar tilraunir til að fá af honum.
Kom heim og sá þá á yfirlitinu að bankinn hafði haft af mér þessar evrur, og hér er mér sagt að það taki 45 daga að leiðrétta þetta, efst nú stórlega um að ég fái þessa $ aftur.
Þriðji dagur
20. apríl

Bína fór í fleiri skóla þannig að ég svaf fram að hádegi. Drattaðist svo á fætur og fór og skipti skóm f. Bínu( sem betur fer hafði hún tekið eftir að þeir voru ekki sömu stærðar ). Ekki hægt að segja annað en þetta sé ómögulegur staður til að versla þ.s. enginn virðist kunna ensku eða skilja hvað maður er að segja( og því miður kann ég ekki spænsku...eða katalónsku ). Hitti nokkra maka þegar ég kom heim á hótelið, eftir erfið viðskipti við búðarkellingarnar, sem biðu fyrir utan hótelið og búnir að vera það síðan ég fór. Þá voru konurnar á leiðinni heim og stuttu síðar kom Bína mín. Við skelltum okkur á einhvern matsölustað fyrir hornið þ.s. ég pantaði lítinn(little) bjór og Bína pantaði aspassúpu...að hún hélt. Þegar bjórinn kom var það líters bjór og Bína fékk 12 aspasstöngla raðaða fallega upp með appelsínugulri sósu. Dæmi um það hvað er nú skemmtilegt að vera í landi þ.s. enginn talar ensku :) Bína fór svo í annan skóla og ég danglaðist um búðir. Þegar hún kom aftur var verslað á mig, þannig að þá var bara eftir að kaupa á Bjart =)

Barcelona2006 - hópurinn

Fjórði dagur
21. apríl

Vöknuðum hæfilega snemma og fórum í Glorias verslunarmiðstöðina. Þar var verslaður hellingur á Bjart og kortið fékk heldur betur að finna fyrir því :) Um kvöldið var svo farið á gosbrunnasýningu sem hefði mátt vera í meiri myrkri. Síðan var haldið uppí Tibidabo fjall á fínasta veitingastað Barcelona( 3-4 vikna pöntunartími ) í gömlum kastala. Hann sérhæfir sig í unglambakjöti og gesturinn fær aldrei að gleyma því á meðan hann er á staðnum að hann er að borða lítið lamb, mynd af litlu lambi á diskum og glösum. Forrétturinn var ýmsilegt kjötmeti, þar á meðal pylsa sem líktist blóðmör einna helst, en bragðaðist nú mun betur. Þegar forréttinum var lokið og búið að hreinsa af borðunum mætti einn þjónninn með tvö afskaplega hrörleg læri og gekk um salinn eins og þetta væru verðlaunalæri. Síðan byrjuðu þjónarnir að bera inn hvern annan diskinn af mauksoðnum lambalærisbeinum með skinni og öllu( me me með ullinni og öllu ). Ekkert var verið að skemma matinn með meðlæti( þótt að nokkur kálblöð hafi verið á hliðarskálum ) og litlu lömbin soðin yfir stórum saltkornum sem var eina kryddið sem kjötið fékk. Bína var ekki alveg að fíla þessa matreiðslu á litla lambinu en þessi matur féll vel að mínum maga og át ég þangað til að líkaminn sagði stopp og gafst upp til þess að melta það sem búið var að innbyrða. Rúta tekin heim og heldu margir gleðinni áfram langt fram eftir nóttu.

Barcelona2006 - Matur

Fimmti dagur
22. apríl

Skoðunarferð um gotneska hverfið, gengum upp Römbluna eftir það og síðan fengum við okkur aðra gómsæta pizzu á Marsano Pizza. Reyndum að ná okkur í smá lit á sundlaugarbakkanum en skýin voru ekki alveg á því að leyfa okkur það. Röltum svo meira um búðir, átum góðan mat og nú á að koma sér uppá hótel og fara snemma í hátttinn, enda Bjartur og Ísland á morgun og við þurfum að vakna kl. 4 í nótt( jibbí ).

Barcelona2006 - Gamli bærinn

Myndir úr ferðinni
Skoða myndaalbúmið frá ferðinni
Google Earth
Hérna eru nú bara helstu staðir, hótelið og eitthvað sem mig langaði að kíkja á( af því sem ekki er í fastri dagskrá hjá okkur ) sett fram með hjá GoogleEarth
Barcelona.kmz
Sækja skjal (1 K)