sunnudagur, júní 04, 2006

Viðey

Loksins steig ég á land í Viðey. Umferðarstofa fór þangað á föstudaginn 2. júní í tilefni af því að við vorum valin fyrirmyndarstofnun í ríkisrekstri. Siglingin var merkilega stutt og af verðursfarslegum ástæðum hafði verið hætt við siglingu fyrir matinn. Ekki veit ég hvernig sú niðurstaða var fundin þ.s. veðrið var eins og það gerist best á höfuðborgarsvæðinu þannig að líklega er aldrei farið í þessar siglingar :) Í Viðey beið okkur fordrykkur og svo var haldið inná Viðeyjarstofu þ.s. góður matur og skemmtiatriði mynduðu vel heppnaða kvöldstund. Nokkrar panorama myndir úr Viðey.
Eftir miðnætti voru svo pókerspilin dregin upp á Hagamelnum hjá Huga og gerðum við( Hugi, Einar, Logi og Einar Magnús ) heiðarlega tilraun til að sjá við pókermeistaranum Gunnari Geir en án árangurs og endaði allt lausbært fé í góðri geymslu hjá honum, enda vanur spilari á ferð :)

Viðey2006 - Höfnin
Ferðalangar mætti í fordrykk.

Viðey2006 - Skýjafar
Viðraði með eindæmum vel á eynni.

Viðey2006 - fyrir utan
Á leið heim eftir vel heppnaða kvöldstund.

Engin ummæli: