miðvikudagur, janúar 01, 2014

Pizzur & pítsur


Eitt af áhugamálunum er pizzugerð og einhverntíman fékk ég brauðstein frá Nonna&Begs sem kveiki aðeins meira í þessu áhugamáli. Steininn var ég reyndar fljótur að brjóta, virtist ekki þola hitann sem ég vildi hafa hann á, og þá var fjárfest í borðofni sem rúmar eina pizzu og hefur verið mikið notaður.
Í 35 á afmælisgjöf fékk ég svo annan, ásamt flottum pizzaskera og bjór...hvað þarf maður meira ;)
Ekki var þó nóg með það heldur rakst ég á annan notaðan á bland stuttu síðar sem ég bjargaði frá eigandanum og sit því uppi með 3 ofna...sem er fínt þegar er verið að bjóða nokkrum í mat ;)
Nýji vígður í dag, gaman að sjá hvað hann er hvítur...en þar sem ég elda beint á steininum verður hann fljótur að verða svartur og brenndur...sem gerir bargðið af botninum örlítið betra að mínu mati ;)
Síðan er alltaf draumurinn að hlaða pizzaofn...kannski maður verði sér út um einbýlishús fyrst...eða bara pizzastað ;)