föstudagur, október 31, 2003

Veikindavika

Ekki hefur vikan verið góð, einkenndist af krónísku kvefi sem hefur eyðilagt alla vikuna. Vinna hefur verið mjög óregluleg þar sem ég fór ekki vel út úr því að mæta til hennar á miðvikudag. Hulstursvinna fyrir Atómstöðina kláraðist í dag með strikamerki og þá bara eftir að lesa yfir. Heilsan en er að skríða saman. Nú er verið að uppfæra í Panther :) og síðan á að taka Villibráðahlaðborð með Kiwanis á morgun. Það verður gaman að endurtaka þetta frá því í fyrra, en best að vera ekkert að drekka of mikið, þá gæti maður endað á því að kaupa málverk dýrum dómi, en það verður að bíða betri tíma. Vonum bara að veikindin hafi ekki áhrif á bragð þannig að ég njóti þessa til fulls.

föstudagur, október 24, 2003

Sjónvarpsgláp

Það var nú bara tekið vel á sjónvarpinu í gær. Fór að verslaði inn ramma og gólfmottu fyrir stofuna í gær, sem og breiðbandslykil. Þetta var allt sett upp í gær og á meðan Bína skrapp að hitta stelpurnar varði ég mestum tíma fyrir framan sjónvarpið með allar rásirnar á breiðbandinu, en Síminn á líklegast bara eftir að læsa á þær hjá mér, annars er ekki verra að hafa náttúrlífs og fræðslustöðvarnar, það er hægt að gleyma sér endalaust yfir þeim. Hafði mjög gaman að nördaþætti um róbóta sem spila fótbolta og verkfræðikeppnir sem var á einhverri stöðinni. Ekki gæti ég samt verið með svona margar stöðvar, var góðan hálftíma að renna yfir þetta nokkrum sinnum og komast að því hvað væri áhugaverðar stöðvar og hvað ekki, svona nokkurn vegin :)

fimmtudagur, október 23, 2003

Skjár 2 í hús

Ætlum að fá okkur Skjá 2, þannig að ég fer og bið um Breiðbandslykil hjá Símanum í dag. Einn daginn ætla ég að vera með ýmsar dýra- og fræðusstöðvar, sem og teiknimyndatsöðvar, og þá er tilvalið að nýta sér Breiðbandið. Þannig að Skjár 2 verður hjá okkur a.m.k. næstu 2 mánuðina, sem er ágætt, CSI og bíómyndir, þannig að maður sleppur við að fara á leiguna, enda nóg að gera í því að koma sér fyrir í rólegheitunum og síðan fer að styttast í jólin...skrítið að IKSA sé ekki komið í jólafíling, það hlýtur að gerast á næstu dögum, reyndar voru nú komnar jólaseríur þar þegar við fórum í seinustu viku, en húsið hefur ekki enn fengið jólabúninginn hjá þeim...enn :)

mánudagur, október 20, 2003

Fótboltameiðsl

Mætti minns ekki í fótbolta í gær. Tók upp skóna og vitir menn, var ekki enn sandurinn af gerfigrasinu af Laugardalsvellinum frá sumrinu 2001. Þannig að eftir gott 2 ára hlé líður mér eins og 5 árum eldri þegar leikurinn var hafinn. Fyrsta snerting var auðvitað beint á löppina í gegnum sokkinn og löppin bólgnaði aðeins upp, en það stoppaði mig ekki í því að eiga slæman leik það sem eftir lifði leiks. Þetta gekk ágætlega í fyrrihálfleik hjá okkur, en síðan náðu andstæðingarnir undirtökum í þeim síðar og rúlluðu yfir okkur 8-4. Skemmtilegur leikur samt, nóg af mörkum og allir heguðu sér vel. Það var gott að komast heim eftir leikinn og fara í heitt bað. Dagurinn í dag einkennist því að fótboltameiðslum og aumum hálsi eftir baráttuöskur gærdagsins.

þriðjudagur, október 14, 2003

Ekkert skegg =)

Minns rakaði sig í gær, og hérna má sjá afraksturinn!
Þetta tók góðan tíma að skafa og ljósmynda. Mikil skemmtun að minni hálfu :)

Mismunandi hvað fólki finnst um andlisthárin mín, vinnufélgarnir vilja hafa mig eins og Wolferine eða St. James Motorcycle blub band. Elvis bartnarnir eru nú skemmtilegir, en ekkert sérstaklega þægilegir. Nú er bara spurning hvenær Bína klippir hárið á hausnum á mér. Hún er búin að vera veik og ekki farið í það enn, þannig að ég keypti mér bara hárgel í dag til að geta farið að sleppa undann derhúfunni.

mánudagur, október 13, 2003

Flutt inn

Þá erum við loksins komin inn. Fluttum inn á laugardaginn og sváfum fyrstu nóttina. Rosalega gott að vera kominn í eigið húsnæði þótt maður eigi nú eftir að sakna þess að búa hjá Bekku og Bödda í Steinahlíðinni. En þetta tókst á endanum og nú tekið bara við gott tímabil í að koma sér almennilega fyrir. Dagur bróðir, sem er vanur flutningum, segir að eftir svona hálft ár sé maður í raun kominn inn.
Settum upp gardínur í stofu og eldhús í gær, það munaði heilmikið um það. Ætla að sjá til hvort ég kaupi ódrýari týpu í dag og setji í herbergin. Síðan vantar borð í holið og fyrirhugaða sófaborðið er enn á Steinahlíðinni, en ekkert varð af flutningum í gær sökum verðurs og efast um að það verði neitt gert í dag. Jafnvel að þetta verið bara látið malla fram að næstu helgu. Síðan fauk líka skeggið, þarf að setja inn myndir af því.

þriðjudagur, október 07, 2003

Leiðinda veður

Óskaplega þungt yfir í dag, og komu meira að segja nokkur snjókorn áðan í 2 gráðu hitanum, frekar 2 stiga kulda. En parketið er komið á öll gólf og afgangarnir inn í svefnherbergisskápana. Nú er bara að festa listana og klára að festa klósettið og þá er þetta bara komið. Ætla að reyna að sækja ísskápinn sem Helga og pabbi keyptu handa okkur í gær. Fínast BEKO skápur sem smellpassar í eldhúsið. Þannig að helgin var með sama móti og seinustu helgar, það er bara vinna og aftur vinna. Litum inn í 3 ára afmæli til Svölu á sunnudaginn og fengum okkur rosalega gott að borða. Myndavélin er ekki hátt á lofti þessa dagana þar sem maður er svo upptekinn, en vonandi að þetta gangi bara vel í vikunni þannig að hægt verði að taka næstu helgi í góðum rólegheitum í íbúðinni :)

Leiðinda veður

Óskaplega þungt yfir í dag, og komu meira að segja nokkur snjókorn áðan í 2 gráðu hitanum, frekar 2 stiga kulda. En parketið er komið á öll gólf og afgangarnir inn í svefnherbergisskápana. Nú er bara að festa listana og klára að festa klósettið og þá er þetta bara komið. Ætla að reyna að sækja ísskápinn sem Helga og pabbi keyptu handa okkur í gær. Fínast BEKO skápur sem smellpassar í eldhúsið. Þannig að helgin var með sama móti og seinustu helgar, það er bara vinna og aftur vinna. Litum inn í 3 ára afmæli til Svölu á sunnudaginn og fengum okkur rosalega gott að borða. Myndavélin er ekki hátt á lofti þessa dagana þar sem maður er svo upptekinn, en vonandi að þetta gangi bara vel í vikunni þannig að hægt verði að taka næstu helgi í góðum rólegheitum í íbúðinni :)

föstudagur, október 03, 2003

Strætó í dag

Tók minn ekki bara strætó í dag. Það er hinn fínasti ferðamáti, eina vesenið að svoldið mál er að stilla tímastningar þannig að þær passi fullkomlega að deginum, en þetta var rosalega gott í morgunsárið. Ef ég hefði haft fréttablaðið meðferðis hefði þetta verið hreinasta sæluferð. Rosalega gott að þurfa ekki að pukrast áfram í umferðinni heldur láta bara einkabílstjórann sjá um málið. Þótt hann stoppi reyndar óþarflega oft á leiðinni til að taka upp puttalinga og fari ekki styðustu leið þá er nú hægt að fyrirgefa honum. En þar sem við ætlum í IKEA í dag að kaupa í baðherbergið þá var miklu betri hugmynd að Bína færi á bílnum í staðin fyrir að ég sé að missa tök á skapinu í umferðinni. Held að föstudagar verði strætódagar í framtíðinni =)

fimmtudagur, október 02, 2003

Parket verður keypt í dag

Þetta er búið að dragast nóg, nú verður farið að versla parket í dag. Við tókum okkur bara frí frá íbúðinni í gær og náðum í myndir til Nonna & Berglindar, ein 260 stykki, sem þau prentuðu í USA um daginnn.
Þannig að þrifin verða tekin í kvöld, og spurning hvort að byrjað verður á einhverri lagningu, það verður að ráðast af því hvernig lagningarmennirnir vilja hafa þetta. Þetta er víst lítið mál að leggja þetta, en ég ætla ekki fyrri mitt litla líf að þykjast hafa vit á þessu, það er ágætt að hafa menn sem kunna inná þetta. Þannig að ég er að fara í mína fyrstu parketlögn á næstunni :)