mánudagur, nóvember 19, 2007
Morgungull gefur...
Í gærkvöld ætlaði ég mér að vakna eldsnemma á mánudagsmorgni og drífa mig í vinnuna á undan almennri umferð. Þá vissi ég ekki að dóttir mín var búin að breyta útvarpsstillingunni...þannig að kl. 6 í morgun fór langbylgjan af stað( og það er ekki ein af Bylgjustöðunum ) á tíðni 531 þ.s. heyrðist ekki einu sinni suð. Svaf ég því mínu værasta til 7 þegar að verkjaraklukkan fór í gang. Reyndar fór ég síðan ekki á fætur fyrr en kl. var orðin tíu mínútur í 8 og báðir krakkarnir vaknaðir. Mér þykir það reyndar afskaplega ljúft að vakna með fjölskyldunni og eiga smá tíma með þeim áður en mætt er til vinnu, þannig að ég þakka Sunnu bara fyrir að hafa "hjálpað" mér að sofa út ;)
þriðjudagur, nóvember 06, 2007
Paradiso
Veikindi hrjáðu krakkana í seinustu viku og þótt að Bjartur hafi verið nokkuð hress komu 2 massífar ælur frá honum. Ég tók að mér það skemmtilega verk að þrífa. Fyrri kom í holinu á miðvikudaginn og fór upp með öllu og út um allt. Daginn eftir var það eldhúsið og lág við að ég þyrfti að pússa hnífapörin í skúffunni svo víða fór gummsið. Ef eitthvað er verra heldur en að börnin manns séu veik þá er það þegar þau eru með gubbupest. "Ekkert" jafn "hressandi" og að þrífa upp ælu daga í röð. Föstudaginn var ælulaus, ég var einn heima um kvöldið og horfði á hina æðislegu Guest House Paradiso þ.s. sem skemmtilega vill til að æla kemur mikið við sögu undir lok myndarinnar ;)
Á laugardaginn virðist eitthvað hafa gefið sig eftir allt þetta ælu-áreiti og ég lagðist í magakveisu uppúr 2 um nóttina. Svaf af mér allan sunnudaginn og megnið af mánudeginum...en tókst að æla ekkert og er nú að skríða saman...á samt enn erfitt með að borða ;)
Á laugardaginn virðist eitthvað hafa gefið sig eftir allt þetta ælu-áreiti og ég lagðist í magakveisu uppúr 2 um nóttina. Svaf af mér allan sunnudaginn og megnið af mánudeginum...en tókst að æla ekkert og er nú að skríða saman...á samt enn erfitt með að borða ;)
fimmtudagur, nóvember 01, 2007
Tennurnar enn í lagi
Við feðgar fórum til tannlæknis í gær. S.s. ekkert merkilegt nema hvað að ég held að ég hafi seinast farið fyrir 10 árum. Þegar ég settist í stólinn fór ég að hugsa út í hvað væri langt síðan ég síðast sat í tannlæknastól og var ekki alveg stemmdur fyrir einhverjar boranir og viðgerðir. En allt leit vel út fyrir utan að ég gnísti víst tönnum á nóttunni...þannig að ég hef sloppið fyrir horn og kannski ég láti ekki líða alveg jafn langan tíma þ.t. ég mæti næst ;)
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)