föstudagur, apríl 26, 2002

Loksins er þetta að fara að klárast, skólanum að ljúka í vetur. Er aðeins í próflausum áföngum, og kláraði Valið Efni í dag, spjallaði um Tauganetið mitt :) Það var athyglisvert. Síðan er bara lok á mánudaginn. Rosalega ætla ég að hafa það gott í kvöld, gera mest lítið vonandi :)

laugardagur, apríl 20, 2002

Ég er kominn með nýja speki
My world's an apple world
eða
Heimur minn er epli
Fór í eplabúðina áðan og það er alltaf gaman. Líður eins og litum strák í dótabúð...enda er ég lítill strákur í dótabúð :)
Lífið er gott með epplum :)
Ef ég væri fáránlega ríkur myndi ég gefa öllum sem ég þekki Apple tölvur, það væri nú gaman...en því miður er ég ekki ríkur...ekki enn a.m.k. en ef ég verð ríkur skal ég gefa þér eplavél.

miðvikudagur, apríl 10, 2002

Hvernig ætli sé að vakna einn daginn beinalaus, það þurfti einhver lækasonur að eyðileggja þessa pælingu fyrir mér með því að uppljóstra því að maður lifir það ekki af...líffræðingurinn ég var ekkert að spá í því. En fyndin pæling samt. Gæti verið eins og boneless chicken í Cow&Chicken, alltaf verið að segja brandara á sviði...reyndar liggjandi á sviðinu með míkrafóninn :)

Hvað er lífið gott, ekki bara vegna þess að það stendur á kók flöskum þessa dagana, heldur vegna þess að ég get farið í rúmið með tölvuna.

Íslendingar eru hálfvita, vegna þess að þeir geta ekki lært að tala rétt á að aðlaga málið að þeim. Nú á að setja orðið talva inn jafnt orðinu tölva, þá held ég ætti bara að samþykkja þágufallsýki...fólk er fífl.

fimmtudagur, apríl 04, 2002

Loksins, loksins, loksins, Commadore64 emulator fyrir Mac OS X, ef Mr. Angry er ekki besti leikur í heimi þá veit ég ekki hvað. Hver fílar ekki hoppukallaleik sem gengur útá að ná í mynavél, flass, passa og lykil til að taka mynd af flottri gellu, og allt án þess að vekja Mr. Angry...mæli með þessum fyrir alla áhugamenn um tölvuleiki, sjá á www.c64.com og www.lemon64.com.

þriðjudagur, apríl 02, 2002

Fínir páskar þótt ég hafi ekki farið austur. Komst í matarboð og hitti fólk, gerði kanski ekki nægilega mikið í skólanum, en þetta var fínt frí.