laugardagur, desember 31, 2011

Annáll 2011


Árið byrjaði á því að við komum okkur saman um nafn á Sindra og var þetta erfiðasta nafnasamningaviðræðan…og sú síðasta ;) Strákurinn átti bara fínasta fyrsta árið og hélt uppá það í kringjum jólin með einhverjum veikindum líka en ekkert alvarlegt.

Sunna 5 ára stóð sig eins og hetja í hálskirtlatöku og hélt áfram að dansa ballet og er búin að kenna sér sjálf að lesa (eins og margt annað sem hún kennir sér sjálf).

Bjartur "tannlaus" var í körfubolta og skipti svo yfir í karate sem virðist eiga betur við þennan 7 ára gutta. Hálf-gult belti í höfn en þó er hann segist aðalega vera í þessu til að fá fjólubláa beltið sem er uppáhlalds liturinn ;)

Dagný byrjaði í ballet. Hún hætti á ungadeild og fór yfir á Bangsadeild. Finnst ekkert leiðinlegt að vera með stóru systir, enda eru þær einstaklega góðar saman ;) Tókst svo að hætta með duddu í lok árs sem var ekkert auðvelt fyrir 3ja ára duddustelpu ;)

Ég og Bína urðum 9 ára og eins og oft áður kíktum við nokkrum sinnum á uppáhalds veitingastaðinn ;)
Annars reynum við nú bara að njóta lífsins með þessu yndislega fólki okkar =)

Bónerhópurinn skrapp í sushi í byrjun árs og síðan var góð óvissuferð sem gæti orðið erfitt að toppa.

Ég náði hálfu ári betur en 2ja ára veikindaleysi þegar ég nældi mér í pest sem tók mig nokkrar vikur að ná úr mér. Nú er bara að byrja aftur að safna í nýtt met ;) Síðan er alltaf tekið á því í bandý-inu þó svo það sé farið að fækka óþarflega í hópnum...

Póker hefur komið skemmtilega inn á árinu og ánægjulegt hvað þetta áhugamál hefur komið sér inn hjá mér og maður reynir að sinna því. Náði Bjólfsmeistaranum 2011, það gæti orðið erfitt að toppa það ;) Bónermenn hafa líka tekið upp regluleg spil og síðan tókst mér að ná spili með Monsa á sitt hvorum landshlutanum.

Í sumar fórum við á Seyðis og á heljarinnar ættarmót.
Náðum að skreppa í bústað einnig voru ströndin og húsdýragarðurinn nýtt

Í vinnunni hefur verið mikið að gera og margt gott verið gert fyrir utan vinnuna. Ég færði mig úr forritun yfir í ScrumMaster hlutverk og sinnti tveimur teymum en mun færa mig yfir í annað teymi eftir áramót. Það er nóg sem býður og margt sem þarf að gera og hefur Agile orðið stærri hluti af áhugasviðinu en ég átti upphaflega von á.

Pizzugerðin heldur áfram og myndi ég frekar kaupa Logapizzur heldur en margt annað sem hægt er að borga fyrir í dag ;)

Tónlistin var fyrirferðalítil á árinu en þó héldu Kónuglærnar uppá 15 ára starfsafmæli og ánægjulegt að við náum þó þessari einu spilahelgi á árinu og einnig ánægjulegt að þaka þátt í steggjun og brúðkaupi hjá Bjözza.

Jólin voru svo yfirfull af ánægjulegum fjölskyldugjörningum og Bína mín hugsaði vel um mig.

Enduðum árið í Sævangnum hjá Möllu&Þresti og co. þar sem árið var sprengt í tætlur. Þegar líða fór á nýja árið yfirgáfum við svæðið með hálf sofandi og uppgefinn barnaskara eftir æðislega samveru í upphafi nýs árs sem lofar bara góðu =)

laugardagur, desember 24, 2011

Gullkorn krakkanna (2004-2011)

Bína hefur verið mjög dugleg að safna saman gullkornum krakkanna á síðunni þeirra og þegar komst upp um daginn að Balli afi hafði ekki séð neitt af þessu skelltum við þeim saman í eina "bók" sem er hægt að sækja og glugga í yfir hátíðirnar ;)

föstudagur, desember 23, 2011

Gleðilega hátíð

Árlega jólakveðja á netinu er tilbúin, hafið það gott og takk fyrir það sem er að liðna.

fimmtudagur, desember 22, 2011

Jólatréið skreytt

Ekki fórum við að höggva okkar eigið tré í ár en björgunarsveit Hafnarfjarðar fær í staðin okkar stuðning með jólatrjáskaupum. Það fékk að hvíla sig í eina nótt á svölunum og síðan þvegið og komið fyrir. Í ár var sérstaklega valið lítið tré þar sem vitað er að litli tætilíus mun ekki láta það í friði og fannst skárra að hafa það uppá borði til að reyna aðeins að erfiða fyrir honum að komast að því ;)

miðvikudagur, desember 21, 2011

Jólakortin tilbúin

Búið að ná fram niðurstöðu í útliti á jólakortið í ár og prentun lokið...en það er ekki þar með sagt að þau verði skrifuð strax...hvað þá send...enda áttu þau í síðasta lagi að fara í póst í dag ;)

mánudagur, desember 19, 2011

Sindri 1 árs

Litli herramaðurinn orðinn eins árs. Þar sem svo stutt var til jóla héldum við veislu fyrir nánustu og var það afskaplega notalegt. Það er oft full troðið þegar vinum og fjölskyldu er boðið saman...en það er einhvern vegin auðveldara á sumrin ;) Sindri var bara sprækur og þótti ekki leiðinlegt þegar afi hans og langamma stjönuðu við hann. Síðan tók hann upp á því að ná sér í veikindi þegar leið á kvöldið og var í móki í nokkra daga...ekki alveg að hjálpa til með jólaundirbúninginn þau veikindi.

sunnudagur, desember 18, 2011

Jólaball 2011

Stórball í Hörpu hjá vinnunni. Stelpurnar voru rosalega duglegar saman og voru 2 sjálfar á ferð út um allt í þvögunni. Þegar boðið var uppá gjafir fyrir utan salinn (í Hörpu) fóru þær fram og við á eftir...en fundum þær ekki. Endaði með að ég leit aftur í salinn og þar voru þær gráti næst við borðið okkar að reyna að skýra fyrir góðlátri konu hvað við hétum...þannig að þær voru týndar um stund...en höfðu hvor aðra ;)

laugardagur, desember 10, 2011

Stekkjastaur


Búinn að gera smá leit að Stekkjastaur og var farinn að sjá fram á að ná ekki að smakka hann í ár þar sem hann væri líklegast uppseldur.
Ég bauð Bjólfsmönnum í póker í tilefni 33 ára afmælisins og þeir komu færandi hendi...27 stekkjastaurar í tilefni þess að ég væri nú loks kominn í fullorðinna manna tölu. Þannig að ég fæ heldur betur að smakka hann í ár =)

föstudagur, desember 09, 2011

33 ára


Afmælisgjöfin frá Bínu er nú þegar komin vel á veg og sýnir bara hvað ég á yndilega unnustu, hún er algjört æði. Dagurinn byrjaði á því að krakkarnir sungu afmælissönginn og gáfu mér pakka til mín sem á stóð:

Til pabba besta ♥♥♥
Frá Gáfnastrumpi
Sætu sól
Skrípóstelpunni
og desemberinu


Síðan var ég knúsaður í bak og fyrir þar sem í fjölskyldudagatalinu stóð að knúsa pabba =)
Í vinnunni skelltum ég og Peter upp smá jólatónleikum í hádeginu...fannst upplagt að gera það fyrst það var afmælidagur =)
Þegar ég kom heim tók á móti mér ilmandi kökulykt og settist fjölskyldan að snæðingi.
Síðan skruppu þau öll til Bekku&Bödda og ég fór að undirbúa pókerkvöld sem ég hafði ákveðið að skella upp í tilefni þess að 33 væri nú ágætis pókerhönd ;)

Eplamerkt afmælisgjöf


Opnaði afmælisgjöfina frá Helgu og þar tók á móti mér eyrnaepla-merktur peningur sem ég á að nota til að kaupa eitthvað sem mig langar í. Hafði sérstaklega gaman að merkingunni sem segir mér í hvers konar vöru ég á að eyða þessu =) Þannig að nú er sparnaðurinn hafinn...og eftir að velja vöru =)

fimmtudagur, desember 08, 2011

Krílabörn 2011


EInhverjar myndir náðust af þessum hóp um daginn...jafnvel ratar eitthvað inná jólakortin sem hafa ekki enn komist að hjá okkur.

miðvikudagur, desember 07, 2011

Sunna balletmær


Síðasta laugardag kláraði Sunna ballettinn fyrir áramót. Hún er alltaf jafn flott í balletkjól og gaman að horfa á hvað þessar stelpur eru duglegar. Verður spennandi að sjá hvort hún fer með dansinn langt.
Hefur verið í fótbolta aðeins en síðast ég vissi var hún hætt af því það væri ekkert gaman í "Frekjubolta", grunar að sá leikur fari eitthvað í góðmennskuna hennar ;)
Dagný hefur nú alltaf gaman að horfa á systur sína og vill alltaf hlaupa og taka þátt...sem er meira en hún vill gera í sínum tímum ;)

þriðjudagur, desember 06, 2011

Töffari opnar mandarínu


Svona er útbúnaðurinn þegar opna þarf mandarínu svo safinn fari ekki í augun =)

sunnudagur, desember 04, 2011

Piparkökuskreyting

Piparkökurnar hafa verið skreyttar síðustu 2 daga...fátt betra en að drekkja þessum kökum í sykurleðju =)
Flestar eru kökurnar nú jólalegar eða litagleði en þemað hjá mér í ár varð meira "dauði og djöflar" ;)

laugardagur, desember 03, 2011

Jóladagatal Loga 2011


Eina og í fyrra passar Bína uppá að ég gleymi ekki hvenær jólin koma...ég held að ég eigi bestu unnustu í heimi ;)
Eins og Atli kom inná í fyrra þá er ekkert betra en jóladagatala sem geymist best kalt...en ég þori þó ekki að fylgja humynd Palla að geyma þá alla til 24 eins og Bjartur er að gera með súkkulaðidagatalið sitt...það gæti orðið til þess að ég fengi ekki aftur svona og ég ætla ekki að hætta á það =)

fimmtudagur, desember 01, 2011

Jóladagatal Krílanna 2011

Bína og krakkarnir dunduðu sér við í dag að búa til jóladagatalið á meðan ég var í vinnunni. Í ár er það snjókarl þar sem miðar daganna eru á maganum hans.
Bkgrunnurinn er 3 stór blöð sem Bjartur, Sunna og Dagný máluðu hvert sitt blaðið. Sunna sá um hattinn, Dagný tefilinn og Bjartur sópinn. Allir hjálpuðust með dagatalið sem kemur afskaplega vel út =)
Á hverjum morgni er nú mikil spenna að kíkja & lesa hvað það er sem fjölskyldan gerir saman...mig grunar að "kítla pabba" og "borða í grímubúningum" komi aftur eins og í fyrra ;)

sunnudagur, nóvember 27, 2011

Myndataka 2011


Á meðan að myndatökunni stóð horfðu leikföng krakkana hugfangin á
Í dag fórum við loksins aftur í myndatöku. Hún átti að fara fram í september en það tók tíma að finna rétta tímann til að hitta á ljósmyndara og hafa alla þokkalega til heilsu ;)
Allt gekk vel framan af en síðan fór Dagný að hætta að nenna þessu fljótlega...enda er engin leið að stjórna henni ef hún vill það ekki ;) En ég held að það hafi náðst fínar myndir af öllum krökkunum saman en er ekki jafn viss um að það hafi tekist að ná fjölskyldumynd í þetta skiptið þegar Miss D var komin í sitt besta =)
Klikkuðum á því að fara ekki fyrst að borða ís...prófum að gera það á næsta ári því það var svo mikill spenningur að komast í ísinn og þau voru svo kát eftir það ;)

þriðjudagur, nóvember 22, 2011

Bjartur tannlaus


Fyrsta tönnin dottin. Hann var frekar ánægður með sig að kippa henni úr sjálfur =) En það á ekkert að vera að setja hana undir koddann, hann er mun hrifnari af því að geyma hana og eiga...enda þykir honum óskaplega vænt um alla hluti ;)

miðvikudagur, nóvember 16, 2011

Agilis 2011


Fór á Agilis 2011 ráðstefnuna og hripaði niður mína upplifun. Þetta var fínasta ráðstefna. Missti reyndar af henni í fyrra en fannst þessi ekki jafn góð og 2009 þar sem Alistair Cockburn, Yves Hanoulle og Jeff Patton voru á sviðinu og fannst mér meira þungavikt í kynningunum þá. En þessi ráðstefna var fín og hafði Open Space fram yfir síðustu sem ég mætti á ;)

sunnudagur, nóvember 13, 2011

Bandýmót

Bandýmót nörda 2002
Bandý hefur átt ákveðin sess í mínu lífi síðan á unga aldri. Ég var aldrei sérstaklega mikill áhugamaður um íþróttir og þrátt fyrir að hafa prófað ýmsilegt var ég aldrei að finna mig. En í íþróttum í grunnskóla var bandýið alltaf mikil keppni og hart slegist...sem endaði yfrileitt með því að kennarinn gafst upp á að reyna að halda reglunum á lofti og þá var bara spurning hver myndi fara að gráta.
Síðan í menntaskóla hélt þetta áfram og var allaf heilmikið stuð og átök. Þegar komið var í háskóla tókum nokkrir Seyðfirðingar okkur saman og byrjuðum að spila á sunnudagsmorgnum, sem síðan færðist á laugardsagsmorgna og síðan bættust inn menn héðan og þaðan, aðrir duttu út...og í dag er þetta enn við lýði, en tíminn er seint á miðvikudagskvöldum...en alltaf jafn gaman.
Á háskólaárunum var ég líka í að halda uppi bandýtímum fyrir nördana og á sama tíma fór gott fólk að gera alvöru úr starfinu og koma íþróttinni á hærra plan hér á landi. Það starf gengur bara vel hjá þeim. Í dag var ég á bandýmóti í dag þar sem voru 2 lið skipuð ungum drengjum og þó þeir hafi ekki haft neitt í fílelfda karlmenn/kvenmenn þá sýndu þeir mjög góða taka og eiga einn daginn eftir að pakka okkur saman ;)
En bandýmótin hjá okkur í den voru ekki alveg jafn pro og í dag...þá voru það 3ja manna lið og rúsinan var að taka svo gufu og bjór eftir mót...ekkert svoleiðis í dag, nú eru menn bara með börnin á hliðarlínunni og að láta teipa sig á milli leikja...gamalmenni í ungmennaíþrótt...við erum alla vegana ungir í anda og verðum vonandi lengi með heilsu til að halda þessu áfram =)

sunnudagur, október 30, 2011

Rafmagnsleysi


Allir krakkar komnir uppí og þá ætluðum við að fá okkur pizzu. Um leið og ég setti pizzaofninn í samband varð allt svart...rafmagnslaust. Hélt ég hefði slegið út en sá svo að það var slökkt á öllu í nágrenninu, þannig að ég var varla orsökin.
Bjartur og Sunna voru enn vakandi og litla spekingnum fannst þetta frábært. Bað sérstaklega um að þetta yrði gert oftar, enda ekki á hverjum degi sem heimilið er upplýst af kertaljósi.
Reyndar man ég oft eftir rafmagnsleysi úr æsku...svona næstum jafn reglulegt og að sjónvarpið var ekki með útsendingar (á fimmtudagskvöldum...gömlu góðu dagarnir...he he ;)

laugardagur, október 29, 2011

Afmælisísar

Ísanir að bíða eftir að hjúpurinn harni
Bína bauð uppá Rice krispies ísa í afmæli hjá stelpunum um daginn og litu þeir einkar girnilega út =)

Grillaðir snúðar


Í eitt af skiptunum í sumar sem við skelltum okkur í mu.is tók ég með snúða sem enduðu á grillinu. Það var svona líka merkilega gott og mæli eindregið með því...best að punkta þetta hérna svo það gleymist ekki ;)

þriðjudagur, október 25, 2011

Út að borða...

...og það fer víst ekki á milli mála hvert við förum ;) Enda náum við alltaf í 2 fyrir 1 og þegar við drekkum hvorugt rauðvín þá er þetta mjög hagkvæmt...jafnvel ódýrar að fara 2 svona fínt út að borða heldur en að fara með alla fjölskylduna á einhvern skyndibita...enda er ekkert ódýrt í dag =)
En ég er alltaf jafn sáttur og nýt hvers bita.
Þetta er orðið svo vanafast hjá okkur að við kunnum meira að segja utan af hvað við pöntun, munum númerið án þess að skoða matseðilinn...það væri nú gaman að vita hversu oft við höfum farið og fengið okkur 10B =)

sunnudagur, október 23, 2011

Krakkahópurinn


Þarna eru þau öll saman...yndislegt fólk, alltaf nóg að gera að snúast í kringum þau en það er bara gaman ;)
Hlakka til að kynnast þeim betur og vera hluti af þeirra lífi...verður fróðlegt þegar að allir verða orðnir unglingar =)

laugardagur, október 22, 2011

Ljúflingur


Það eru víst fáir sem skilja þetta en ein yndæl kona á Seyðisfirði kallar mig alltaf ljúfling og ég stóðst ekki mátið að kaupa þennan þegar ég rakst á hann í búðinni um daginn =)

Ætla að reyna að halda mig frá þessum þangað til á afmælinu, þá ætti hann að vera aðeins búinn að þroskast ;)

föstudagur, október 21, 2011

Sunna 5 ára


Sunna yndislega átti afmæli í dag. Stóra stelpan er á lokaárinu í leikskólanum og eftir ár verður hún komin í skóla með stóra bróður. Hún er alltaf jafn góð og þær systur ná ákaflega vel saman. Í leikskólanum í dag fékk Dagný að fara með að baka köku og gera allt þannig að vart mátti sjá hvor átti afmæli. Hún hefur ákaflega gott hjarta og hugsar einstaklega vel um aðra þessi litla pappastelpa =)

þriðjudagur, október 11, 2011

Dagný 3 ára


Verðandi kvikmyndastjarnan og skemmtikrafturinn "Miss D" átti 3 ára afmæli í dag. Það mætti nú halda að hún væri aðeins eldri miðað við hvernig hún lætur...og hvernig hún stjórnar ;) En hún gerir það mjög vel og verður gaman að sjá hvað verður úr þessum skemmtikrafti sem er alveg yndisleg.
Hún var nú ekki alveg til í að vera vakin í morgun við afmælissönginn og gróf sig bara undir koddann. Ólíkt henni en hún er búin að vera mjög þreytt undanfarna daga og þurfti smá tíma til að komast í gang. Um leið og minnst var á gjafir var hún sprottin á fætur og orðin sjálfri sér lík ;)
Síðan var afmælismatur í kvöld og hún ákvað að bjóða uppá grjónagraut sem er í uppáhaldi =)

mánudagur, október 03, 2011

Kóngulærnar 15 ára


Kóngulærnar fögnuðu 15 ára starfsafmæli um helgina með því að spila á tveimur böllum á Eskifirði.
Flugum austur á föstudeginum og þar tók Nikki á móti okkur á nýja hljómsveitarlúxusbílnum sínum þannig að okkur leið eins og sannkölluðum rokkstjörnum um borð og ekki skemmdi fyrir að með bílnum fylgdi ógleymanlegt mix-tape sem skemmti okkur mikið.
Um kvöldið var það fjarðaball þar sem elstu bekkingar í grunnskólum á austurlandi söfnuðust saman. Ekki vorum við nú alveg með lagalistann sem að þau hlusta á en þau kunnu þó ýmislegt sem kom að óvart. Siggi tók svo kassagítarinn og spilaði nokkur tískulög fyrir þau á meðan við hinir tókum pásu og hlóum að því hversu gamlir við værum ;)
Laugardagskvöldið var svo aðeins eldra fólk sem mætti á ball og aðeins betri tenging milli okkar og þeirra þá. Það var alveg augljóst að þau þekkti lögin og voru á sama róli ;)
Helgin var reyndar full erfið fyrir mig þar sem mér tókst að ná mér í einhverja pest sem er búin að vera að herja á mig síðustu vikur og þurfti því að sofa mikið og bryðja verkjatöflur til að komast í gegnum þetta allt saman.
En alltaf gaman að hitta hinar kóngulærnar og ánægjulegt að spila á Eskifirði í tilefni 15 ára afmælisins og þökkum þeim 600+ sem mættu fyrir samveruna.
Ekki höfum við nú enn náð 100 framkomum skráðum en það styttist...ættu að verða komnar í hús áður en við hittum aftur á austurlandi eftir 5 ár til að halda upp næsta starfsafmæli ;)

fimmtudagur, september 29, 2011

Allt um pókermót á einu blaði


Ég hef mjög gaman af því að hitta góða félaga og taka póker (Texas Holdem no limit) og fékk þá flugu í höfuðið um daginn að það væri gaman að vera með einblöðung sem myndi skýra leikinn.
Það þarf oft að rifja upp hendurnar, hvað spilapeningarnir gilda og ýmsar siðareglur sem menn vilja gleyma ;) Þannig að það er ýmsilegt sem kemur þarna fram og sérstaklega hugsað fyrir þá sem eru að læra leikinn en einnig gott að hafa við höndina þegar mót er haldið.
Þannig að ég tók mig til...tók reyndar smá tíma... að safna saman því sem ég vildi hafa þarna og setja það upp. Fékk góða hjálp frá Ella og blaðið má nú finna á alltumpóker.com þar sem við erum að byggja upp vef kringum póker.
Þetta ætti að nýtast mörgum og síðan er bara að sjá hvort þetta verði ekki uppfært og bætt með tímanum =)

sunnudagur, september 11, 2011

Pizzuilmur


Alltaf jafn gaman að skella í pizzu og merkileg hvað ilmurinn af pizzadeiginu er góð ;)
Síðan er stóra spurningin hvaða álegga fara á. Uppáhalds samsetningarar eru (í engri sérstakri röð):
  • Klassík - papperóní, paprika og laukur

  • Blómasprengjan - peppersóní, ananas, chillipipar og svartur pipar

  • Hómerinn - pepperoní, grænar ólífur, rjómaostur og svartur pipar

Klassík var í mörg ár uppáhaldið en síðustu ár hafa hinar tvær sótt svo í veðrið að ég get ekki gert uppá milli.
Er nú ekki mikið að prófa eitthvað nýtt, en væri gaman að fá tillögur í comment um nýtt ;)

föstudagur, september 09, 2011

Nýtt tímabil hefst hjá Bjólfi


Nýtt tímabil hófst hjá Bjólfi með "árlegu" afmælismóti hjá Iðnaðarmanninum. Ánægjulegt að hitta menn aftur og gaman að byrja mótaröð eftir sumarfrí.
Mér gekk nú ekkert sérstaklega vel, kannski af því ég var hálf þreyttur eftir langan dag, en ég var hvorki nógu heitur né heppinn. Tók svo áhættu á að hitta á lit móti setti en lenti á móti 2 húsum og var dottin út áður en höndin var öll komin í borð. Síðan var tekið smá aukaspil á næsta borði hjá þeim sem voru dottnir út og spjallað langt fram eftir nóttu.

Óvissuferð Þróunar 2011


Nóg af óvissuferðum þessa dagana ;) Nú var röðin komin að óvissuferð Þróunar Landsbankans 2011 (Þróun er deildin sem ég tilheyri þar sem tölvunördar og fleiri eru). Byrjað var að rútuferðalagi en þar sem ég var bílandi hafði ég meðferðis tvö afmælisbörn sem byrjuðu strax að skemmta sér á leiðinni og voru einstaklega hress og góðir ferðafélagar.
Rúturnar enduðu með skarann uppí Kjós þar sem farið var í ýmsa leiki á túninu fyrir neðan Ungmennafélagið Dreng. Síðan tók við létt bjórsmökkun (margir orðir bjórþurfi á þeim tímapunkti), bændaglíma og smá ferðalag í Matarbúrið þar sem við kynntumst ostagerð og lífrænni búfjarrækt.
Grill tók svo við í Dreng og eftir það stakk ég af því ég hafði lofað að vera mættur annað um kvöldið þannig að ég missti af restinu á kvöldinu sem hefur ábyggilega verið hress og vænti ég þess að afmælisbörnin hafi verið hressust allra ;)

laugardagur, september 03, 2011

Óvissuferð Bóners 2011


Fyrsta óvissuferð Bóners varð loksins að veruleika. Það hefur verið rætt um þetta lengi og Linda&Siggi tóku að sér að skipuleggja ferðina í ár. Úr varð hin mesta skemmtun þar sem sungið var með rónum, dansað á Laugarveginum og gert undarlega mikið af því að knúsa ókunnuga. Fabrikkan & Skemmtigarðurinn fylgdu svo í kjölfarið og endað í veislu hjá skipuleggjendunum. Allt var þetta skipulagt í þaula og meira að segja bílar og ökumenn til reiðu og verður erfitt að toppa þetta að ári ;)
Þegar ég var búinn að vera að í tólf tíma gafst ég upp á djamminu og kom mér heim, enda vissi ég að í fyrramálið biðu mín nokkrir litlir einstaklingar sem þurfa víst að fá smá athygli af og til ;)

föstudagur, ágúst 19, 2011

Óvissuferð Víðvalla 2011


Skipt var upp í lið í ár og voru karlarnir (makar) einn hópur af sjóræningjum. Síðan kepptumst við móti kúrekum, glamúrgellum, íþróttastelpum og fleirum í að leysa þrautir í Hafnarfirðinum. Okkur gekk nú bara nokkuð vel og höfðum gaman að. Saklaus hraðbankanotandi varð nú dauðskellkaður þegar að hópur af sjóræningjum læddist aftan að honum og smeygði sveðju fyrir háls - og prestur sem beið eftir brúður fyrir utan krikju leist ekkert á þennan föngulega hóp sem fór að hanga þar með honum - en allt fór nú vel að lokum og engin ódæðisverk voru framin.
Presturinn hafði orð á því hvað við værum góðir að taka þetta svona alla leið og vera í búningum og með props og svaraði ég honum um hæl "þú líka" ;)
Síðan var tekið sund og endað í partý þ.s. bjórkjúklingur og lambalundir flæddu ofan í liðið. Gítarinn var svo tekinn fram og veislugestum og nágrönnum skemmt fram eftir - held þetta sé í annað sinn sem ég spili á gítar í partý-i, síðast var það fyrir 2 árum einmitt í óvissuferð með Víðivöllum =)

þriðjudagur, ágúst 16, 2011

Veikur!


Náði mér í einhverja pest og vaknaði drulluslappur á laugardagsmorgni. Var að vonast til að ná að hrista hana af mér um helgina, en nei. Lá bara aðallega og horfði á góða veðrið út um gluggan alla helgina og varð að melda mig veikan á mánudagsmorgni.
879 dagar síðan að ég hef þurft að skrá mig veikan í vinnu. Hef alveg verið slappur á þessum síðustu 2+ árum en alltaf náð að mæta til vinnu fyrr en núna.
Nú er bara að endurstilla teljarann, byrja aftur á byrjurnarreit í röðinni og markmiðið að slá fyrra met eða jafnvel að verða aldrei veikur framar ;)

föstudagur, ágúst 12, 2011

Uppskerumót Bjólfs 2011


Bjólfsmenn hittust í kvöld og tóku smá uppskeru á síðasta ár og upphitun fyrir komandi tímabil. Bolum var deilt út sem og aðrar gjafir sem ekki tókst að útdeila á lokamótinu og Bjófsmeistarinn 2011 fékk meistarahúfuna og bauð hann uppá verðlaunabjórinn sem er búinn að býða eftir þessum hitting síðan á lokamótinu.
Spilið byrjaði ekki alveg eins og ég vildi. Fékk lítið af höndum og fór síðan með megnið af staflanum í pott með hæðsta par (kóngar) í borði en lenti á móti tvemur pörum. Var þá frekar illa haldinn og fékk engar hendur og endaði á að þurfa að kaupa mig aftur inn rétt fyrir lokun innkaupa í hléi.
Eftir hlé og nokkra bið var ég með og fékk sett af tíum og Bóndinn var til í að veðja. Kóngur lét svo sjá sig í borð og náði ég að tvöfalda mig upp á kostnað Bóndanns með fullt hús á móti tíusettinu hans.
Þá var Lady Luck komin á öxlina og hendurnar fóru að láta sjá sig og allt rúllaði fínt. Þegar við vorum orðnir þrír eftir og bara spurning hver yrði bubble fékk ég og var með. 2 spaðar komu í borð og gosi og ég prófaði að veðja og var séður af Bótaranum. Kóngur á turn var gott spil fyrir mig, kominn með hæðsta par og grunaði hann um að vera að bíða eftir spaðanum. Veðjaði og fékk svörun. River kom með þriðja spaðann í borð og Bót fór allur inn. Ég var viss um að hann hefði hitt á litinn, þó svo að ég væri líka með hann þá var möguleiki á að hann væri með ásinn. Ég þurfi að taka mér góðan tíma í að sjá en vissi að ég ætti lítið eftir ef ég myndi tapa. Bót sýndi þannig að spaðakóngurinn minn hélt og kominn í verðlaunasæti og í góðri stöðu fyrir endaslaginn móti Massanum.

Með Lady Luck á öxlinni átti Massinn ekki möguleika. Ég hitti og hitti, fékk raðir í floppi og beið eftir að hann myndi hitta eitthvað en hann var bara ekki að fá neitt. Þegar hann var orðinn lítill fór hann allur inn og ég með sá hann þ.s. kóngarnir voru búnir að vera ráðandi á borðinu allt kvöldið. Ekki fékk ég kóng en 4 tíglar breyttu kónginum í lit og Bjólfsmeistarinn 2011 tók kvöldið en greifinn & gestgjafinn var vel kominn að öðru sætinu, alltaf ánægulegt að fá inn í höllinni hans.
Ánægulegt að taka eitt svona mót til að hita upp fyrir 2012 árið sem hefst á árlegu afmælismóti hjá Iðnaðarmanninum eftir tæpan mánuð.

sunnudagur, ágúst 07, 2011

Sumarfrí 2011


Þá er enn eitt sumarfríið yfirstaðið og eins og síðustu tvö ár er margt líkt með þeim. Við byrjuðum á að fara á fjölskyldudag í Selvík daginn eftir að ég byrjaði í fríi og nokkrum sögum síðar lögðum við af stað í bílferð austur.
Lögum af stað í blíðu í Hafnarfirði en þeim mun lengra í burtu sem við komumst versnaði veðrið. Í Staðaskála var stoppað og þurfti að berjast í gegnum kulda og rok til að komast inn og var ég ekki alveg í stíl við veðrið í kvartbuxum og stuttermaskyrtu.
Gistum eina nótt og keyrðum svo áfram daginn eftir á Seyðisfjörð. Krakkarnir fengu lúxus afþreyingu á meðan ferðinni stóð, enda var ferðatölva og 2 leikjatölvur við höndina til að dunda sér þegar keyrslan var farin að verða leiðigjörn.

Á Seyðis komum við beint á ættarmót og svo eitthvað fleira gert áður en við heldum aftur suður.
Ætluðum að fara suður fyrir en um morguninn kíkti ég á netið og rak augun í að Múlakvísl væri farin þannig að við fórum aftur norðurleiðina. Stoppuðum á Akureyri og þegar tilkynnt var að allir ættu að fara úr bílnum og teygja úr sér heyrði í Dagný: "Ég ætla bara að bíða í bílnum". Tókum smá rölt og rákumst á Laufey og síðan Evu af Víðivöllum.
Keyrðum svo áfram í bæinn með stoppi í sundlauginni á Blöndósi en þrátt fyrir að vera þar í sól var kaldur vindur sem náði undarlega mikið að blása yfir laugina.

Síðan kíktum við nokkrum sinnum í Húsdýragarðinn og náðum góðu veðri fyrir eina strandferð og kíktum í bústað og á smá ættarmótshitting hjá Bínuætt einn sunnudagseftirmiðdag.
Einhverjar endurbætur voru á heimilinu og fór tími í að mála hillur fyrir Bjart og setja upp langþráðan eldhúsbekk. Lét bólstra bekkinn þannig að hann er sérstaklega þægilegur til að leggjast í og á eftir að nýtast vel þó svo að Bína hafði strax áhyggjur af því að ég myndi alveg hætta að gera nokkurn skapaðan hlut eftir matinn, nú myndi ég bara leggjast fyrir ;)

TIl að klára sumarfríið skelltum við tvö okkur á Hereford, svona eins og við gerum stundum ;)

fimmtudagur, júlí 21, 2011

Húsdýragarðurinn


Í dag fórum í Húsdýragarðinn þ.s. árskortið okkar var að renna út. Það er alltaf gaman að rölta þar um. Bjartur er orðinn það stór að hann hleypur bara sjálfur út um allt. Við dólum okkur svo í kringum Naglfarið og kíkir í ýmis tæki með krökkunum. Tökum svo iðulega eitthvað með á grillið og í dag voru það bara snúðar sem bragðast merkilega vel heitir af grillinu og ekki verra ef þeir eru aðeins létt brenndir.
Við erum búin að vera þokkalega dugleg í garðinum undanfarið, þannig að jafnvel bíðum við aðeins með að endurnýja kortið...en það margborgar sig ef maður fer nokkrum sinnum og fer í tækin.

Myndin er af Bjarti að kveðja Sól eftir ferð í Húsdýragarðinn sem er mjög viðeigandi þ.s. þau eru að flytja aftur austur á Egilsstaði eftir verslunarmannahelgi.

miðvikudagur, júlí 20, 2011

Nauthólsvík


Loksins var veðrið þokkalegt og við skelltum okkur í Nauthólsvíkina. Vorum reyndar í fjöru þannig að ekkert var nú sérstaklega gaman að taka sjósundið og ekki var hægt að fara út yfir grynninguna á gúmmíbátnum.
Dagur, Inga og Sól komu með okkur og Gauti kom líka við. Enduðum við í kaffi hjá Gauta en komum þangað svo seint að það endaði í kvöldmat. Gauti eldaði dýrindis grænmetisrétt sem var góður endir á góðum degi.