Helgamma var hjá okkur í nokkra daga og var það afskaplega notalegt. Krakkarnir voru hæstánægðir með hafa hana til að leika við og notalegt fyrir Bjart að komast snemma heim úr skólanum með hana heima. Hún og Bragi voru í Svíþjóð og við heimkomu fór Bragi norður að veiða og Helga greip tækifærið og stoppaði nokkra daga, enda ekki annað hægt þegar það er herbergi sem heitir Helgömmuherbergi ;)
Þegar þau komu að utan sýndi hún mér flugmiðann sinn þar sem stóð á "Helgama" og tók mig smá stund að fatta að þetta var auðvitað nafið hennar: Helga Martina. Ég hafði aldrei hugsað út í þetta hvað Helgamma nafnið væri nálægt nafninu hennar...skemmtilegt að uppgötva þetta svona =)
Í kvöld keyrðum við hana svo á flugvöllinn og kvöddum hana. Henni var veifað alveg frá því hún fór út í vél og þangað til að vélin fór af stað og reglulega kallað "Bless Helgamma". Sumir áttu svoldið bágt með að kveðja og horfa á eftir henni...en við verðum bara að ná henni aftur í heimsókn sem fyrst ;)
miðvikudagur, september 01, 2010
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)