laugardagur, maí 30, 2009

Steggjun 2009

Jobbi var steggjaður í dag. 10 manna hópur sem gerði ýmsilegt af sér í tilefni dagsins og má sjá útdrátt af því hér( þ.s. Jútjúb leyfir ekki misnotkun á Elvislaginu í lokin er ekkert hljóð en glöggir ættu að geta fundið hlekk á skránna með hljóði hjá lýsingunni ;)

mánudagur, maí 25, 2009

Á misjöfnu þrífast börnin best

Síðustu 5 daga hafa krakkarnir verið móðurlaus því hún skrapp til Torronto með vinnuskvísunum. Þau fengu nú Helgömmu í heimsókn á meðan til að leika við og knúsa og hjálpaði það mikið til við að takast á við móðurmissinn. Mér þótti einstaklega gott að hafa Helgu á heimilinu þannig að ég þurfti nú ekki að vera með augun á öllum þremur allan tímann...alltaf nóg að gera á þessu heimili ;)
En veðrið lék við okkur og ýmislegt var brallað, þ.á.m.: Gönguferð í Hellisgerði og á Víðistaðatún, Fjölskyldu- og Húsdýragarðinn, matur hjá Gauta & co., verslunarferð í Smáralind( sem varð nú meira ís- og leikferð fyrir krakkana sem fengu plastsverð til að slást með ), pizzuveisla, kaffi hjá Bekku & Bödda, grillað og leikið.
Allt gekk vel og snemma í morgun kom Bína svo heim og voru mikil hamingja hjá öllum að fá mömmuna sína heim. Helga & Bragi yfirgáfu svo svæðið í hálf grámyglulegu veðri. Það rættist nú úr því og endaði ég í sundi með stærri krakkana í sól og blíðu...og svo náði ég einum bjór í sólbaði á svölunum seinnipart dags ;)

miðvikudagur, maí 20, 2009

Mörgum verðr bylt við boð

Seyðfirðingafélagið stóð fyrir Seyðfirðingahitting þ.s. tónlist og endurfundir réðu ríkjum. Fannst þetta afskaplega vel til fundið og ég er alltaf ánægður þegar að einhver gerir eitthvað sem mig hefur langað til að gera...en gef mér ekki tíma í ;) Þegar mætt var á staðinn var mér meinaður aðgangur fyrr en ég væri búinn að borga mig inn. Fannst mér það reyndar sjálfsagt mál og hið minnsta, en hinu verra að það hafði aldrei komið fram í neinni tilkynningu sem ég hafði fengið og fannst það svoldið skítt að því var ekki ælt út fyrr og mátti ég þakka fyrir að hafa veskið með í för þ.s. ég var bílandi ;) Gaman að hitta fólk sem maður rekst sjaldan á í þessu annars litla landi og vonandi verður þetta árlegur viðburður.

mánudagur, maí 18, 2009

Betra er líkama enn sálar sjúkleik að hafa

Ónæmiskerfið virðist vera að batna þ.s. það virðist vera í harði baráttu við aðra hálsbólgu sem hefur ekki enn breyst í neitt alvarlegra, þótt hún sé nú reyndar ekkert að skána :|
Ólífulaufin hef ég samt verið að tyggja í næstum ár og trúi því að þau séu að hjálpa til. Í dag var svo bætt í vopnabúrið þegar ég verslaði mér Mími í Jurtaapótekinu. Afgreiðslukonan sagði nú að þetta væri að megninu til sólhattur, sem hefur reyndar ekkert gert fyrir mig hingað til, en ég ákvað að prófa þetta.
Vopnabúrið samanstendur nú af hákarlalýsi, sólhatti, mími og stöku fjölvítamínstöflu. Járntöflur eru einnig til vara, en þ.s. það er slatta járn í fjölvítamíninu tel ég mig ekki þurfa þess nema að járnskortur verður áberandi, þá eru þær dregnar fram.

laugardagur, maí 09, 2009

Augun ei leina, ef ástin er heit

Bína mín orðin þRíTuG og alltaf jafn sæt =)

sunnudagur, maí 03, 2009

Sjaldan stendr góðr liðsmaðr lengi hjá

Fékk hringingu frá góðum manni sem bað mig að grípa í bassa yfir helgina í Vestmannaeyjum. Hann vissi vel ég væri nú upptekinn í fjölskylduleik en það var víst orðið fátt um góða drætti og leitaði því til mín. Þegar ég hafði komist að raun um að ég væri laus lét ég til leiðast og fór því annað sinn til eyja og einnig í annað sinn til að spila þar. Betra var nú í sjóinn heldur en síðast en heldur fámennt var hjá okkur bæði kvöldin vegna annarra stórra viðburða. Blíða var alla helgina og mun skemmtilega að vera uppá dekki í Herjólfi í sól og "blíðu" heldur en að hanga inní skipinu þar sem maður gat annað hvort ælt á einhvern eða látið æla á sig. Þrátt fyrir að dansgólfið hafi ekki verið fullt bæði kvöldin var þetta fínasta helgi með góðu fólki.
Það besta við svona ferðir er að koma aftur heim og knúsa fjölskylduna eftir langa fjarveru ;)